Jamm ég er komin heim í kyrrðina. Ferðin gekk vel, bæði norður til Mývó og svo austur í gær. Ég gisti hjá mömmu og pabba á leiðinni, nenni ekki að keyra alla leið á einum degi.
Langar til að þakka Kalla og Raggý fyrir að leyfa mér að gista hjá sér - takk kærlega fyrir mig elsku vinir!
Það er svooo gott að vera komin heim þið trúið því ekki. Er alveg mega þreytt eftir helgina, en þetta var fín helgi, skemmtileg og fróðleg. Hlakka til að byrja í skólanum og takast á við verkefnin. Er einmitt að logga mig inn og sækja glærur og fyrirlestra. Hefst svo lesturinn!
Það var vel tekið á móti mér við heimkomuna. Kítara varð ekkert smá glöð að fá mig heim, dansaði af kæti um allt húsið og sá varla af mér þessi elska.
Hjölli búinn að vera geggjað duglegur á meðan ég var ekki heima. Setti upp skjólvegg í garðinum og reif helling út af hæð 2. Svo núna eigum við þennann fína skjólvegg við sólpallinn okkar, og auddað kom rigning í dag svo ég get ekki sest út með tebollann minn og prufað! En þetta er snilld!!!
Það er gott að koma heim!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli