Ahh þetta var nú notalegt í dag. Pabbi hringir úr Jökuldalnum og segir þau vera á leiðinni í heimsókn. Það var nú ekkert obbosslegt drasl hjá okkur en ég fór samt sem sveipur um húsið, minnti sennilegast á Mr. Muscle þvottaefnisauglýsinguna....
Hef aldrei séð tíkina taka eins vel á móti neinum og þeim. Þvílík gleði og hamingja hjá henni við að fá þau í heimsókn, sérstaklega Herkúles.
Rosalega gott veður og við tókum rúnt yfir í gamla franska spítalann sem stendur hinum megin í firðinum. Hef aldrei farið að skoða hann, og ef þessir veggir gætu talað þá myndu þeir segja frá mörgum sögum. Þetta er orðið hrörlegt og það er ekki ráðlegt að fara upp alla stigana þar, og sumstaðar heldur ekki á neðri hæðinni, maður gæti hreinlega poppað niður úr. Minnir einna helst á gömlu draugahúsin sem maður sér í bíómyndunum. Hjölli eldaði svo dýrindis pottrétt og var mikið etið og spjallað.
Það var rosalega gott að fá þau í heimsókn, og dagurinn yndislegur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli