mánudagur, ágúst 30, 2004

Ógissslega dugleg

Búin að vera geggjað dugleg í dag. Vaknaði snemma, dáltið pirruð yfir að geta ekki sofið meir. Hef átt frekar erfitt með svefn undanfarið, en það hlýtur að lagast fljótlega. En við Kítara fórum út í góða veðrið, best að njóta þess áður en allt veður frosið svona snemma morguns. En það er farið að kólna ískyggilega.
Svo var sest við lærdóminn. Og það gekk bara ágætlega. Fékk frið og ró, las og las. Kláraði up to date í fögunum. Reyndi svo að klóra mig áfram í Borland, en ég hreinlega kann bara ekki nóg á það forrit til að finnast ég örugg. Langt síðan maður hefur verið í þeim sporum að kunna ekki eitthvað sem maður er að kljást við. En þetta kemur allt með æfingunni, hef ekki trú á öðru. Má segja að ég fíli mig eins og mér hafi verið kastað í djúpu laugina og ég sé að klóra mig að bakkanum. En fyrri reynsla hefur sýnt mér að þannig læri ég best á hlutina.
Í framhaldi af öllu þessu basli hjá mér þá komst ég að því að þægilegra myndi vera að hafa tvo skjái - annann til að hafa glósur til hliðsjónar og hinn til að vinna á, svo "voila" Hjölli reddaði öðrum 15" skjá, sem hann átti til inni hjá sér, og við smelltum honum upp. Miklu þægilegra vinnu umhverfi.
Annars var helgin róleg. Vaknað snemma, göngutúrar, tölvur og þess háttar. Engar heimsóknir og enginn í heimsókn. Hjölli smellti upp grindverki að sunnanverðu svo það hamli Kítöru í flakkinu, en hún átti það til að flækjast í hinu og þessu með spottanum og sjálfa sig.

2 ummæli:

Guðrún K. sagði...

Sakna þín líka krúsa mín - hmmm þetta með bíóið get ég lítið gert í - nema lofa að koma með þér næst og ég er í bænum!! :o)

Guðrún K. sagði...

jamm hún er flott - kemur manni á óvart og plottið sniðugt!! horfði á hana hérna heima í stofu (næs)