Ég er búin að gera heiðarlega tilraun í dag til að einbeita mér að skólabókunum. En alltaf er eitthvað sem dregur athyglina frá. Svo einnig vantar inn á netið hljóðfyrirlestrana svo mér finnst ég bara vera með part af þeim gögnum sem ég vildi hafa til að læra almennilega. En kannski er ég bara að nota þetta sem afsökun til að gera þetta ekki akkúrat núna.
T.d. bakaði ég helling og glás í dag. Bærinn var algjörlega "möns" laus og bakaði ég súkkulaðibitakökur og skúffukökur. Reyndar ætlaði ég bara að baka eina skúffuköku en eitthvað ruglaðist ég í ríminu, og bakaði eins og ég ætlaði að baka 2 stk. Og misreiknaði stærð formanna og þær urðu 3!!! En fyrri reynsla sýnir að þær skemmast ekki. Verða settar í frost og þá geymast þær lengi. Einnig bakaði ég tvær uppskriftir af súkkulaðibitakökum þar sem sumir vilja hafa þær með rúsínum en aðrir ekki. Og mér finnst ekki taka því að baka hálfa með rúsínum þar sem þær hverfa mjög fljótt. En kosturinn er að þá þarf ég ekki að brasa í þessu næstu mánuði!!
Kítöru finnt alltaf svo gaman þegar verið er að baka. Henni finnst alltaf svo agalega góð lykt úr skúffunni sem geymir allt bökunardótið (súkkulaði, kakó, rúsínur, kókosmjöl og þess háttar) og þegar ég fer af stað og tíni úr skúffunni þá verður hún alltaf sú ánægðasta og sniglast í kringum mig í von um að fá smakk. þetta er algjör serímónía fyrir hana sem hún ólst upp við í vetur. Rauða svuntan sett upp og þá er gaman:)
Annars er lítið að frétta héðan. Hjölli fer reglulega upp og tínir út af hæðinni. Sólin skín, hundurinn sefur og Stargate Atlantis er hin frábærasta sería! Stargate SG-1 er enn í uppáhaldi en við verðum að bíða eftir að þættirnir detti inn á netið þar sem það er verið að sýna þá úti. Næsti þáttur er sýnur úti í kvöld svo kannski (vonandi) dettur hann inn um helgina :o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli