miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Engin hafgola....

Í dag er heitt - of heitt til að gera nokkuð! Við drifum okkur út fyrir hádegi til að mála, nýta sólina og hlýjuna áður en hafgolan kæmi og það væri of kalt og hvasst til að gera nokkuð. En svo stóðum við í svitabaði við að mála og það hélt bara áfram að hlýna. Þetta var nú býsna næs samt. Ég tók grindverkið og Hjölli prílaði upp á þak og málaði efri hluta þaksins þe þá hlið sem snýr að fjalli/veginum. Eftir það rak ég nefið reglulega út á sólpall, en ég hafði ekki dug í að sitja í mollunni lengi í hvert sinn. Tíkin alveg að grillast og fann sér alltaf skugga til að mása í.
Við tókum rúntinn hinum megin í fjörðinn, aðeins til að kæla hana, fórum á nýjan stað. Þar komst hún í sjó og læk til að svamla í og var hin ánægðasta. Við gæddum okkur á ís á meðan. Ég reyndi núna að liggja úti í garði og ætlaði að ráða eina krossgátu en heilinn var of steiktur til að hugsa.
Þetta er með heitustu dögum sem komið hefur þessi 2 sumur sem við höfum búið hérna!

Engin ummæli: