fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Enn og aftur í Reykjavíkinni

Hæ hæ essskurnar mínar. Hvað er það fyrsta sem maður gerir þegar maður kemur í bæinn þegar maður er búinn að vera netlaus í nokkra daga?? Jú maður fer og finnur næsta hot spot stað, fær sér súkkulaði kaffi og loggar sig inn!!!
En ég er búin að vera í góðu yfirlæti í foreldrahúsum.
Sakna Hjölla og Kítöru mikið.
En þetta hefur á mína daga drifið síðan síðast:
Mývatnssveit - mánudagur, 16. ágúst
Jamm þá er ég komin í sveitasæluna í Mývó. Keyrði alla leiðina í í gær í sól og steikjandi hita, ekki ský á himni og geggjaður hiti.
Í dag fórum við mamma svo til A-eyrar. Hún kom með mér í sónar þar sem Hjölli gat ekki komið með mér. Það gekk allt mjög vel, allt í góðum gír, mjög gott mál. Búðuðum aðeins, alltaf gaman að búða aðeins á A-eyri. Nú er semst bara afslöppun fram á fimmtudag.
Mývatnssveit – þriðjudagur, 17. ágúst
Dagurinn í dag var frábær! Geggjað veður! Fór í sund í morgun, slappaði af í pottunum og skellti mér á sólpall og rak nefið upp í sólina, og viti menn ég er aðeins brúnni en ég var í gær!! Herkúles að njóta þess að hafa mig eina, engin Kítara til að stjórnast í okkur, frekjast á milli. Við mamma og Herkúles fórum á rúntinn í sveitinni, fengum okkur góðan labbó í Höfða. Rosalega er sá staður alltaf jafn fallegur, en verst hve mikið af gróðri er sviðinn þar sem sama og engin rigning hefur komið í sumar! Og auðvitað var ís í Selinu, það er alltaf skylduverk – ís sem ekki er hægt að borða úti því þá væri hann allur út í flugu.
Mývatnssveit – miðvikudagur, 18. ágúst
Og aftur var sólin á sínum stað í morgun. Ég var mætt í laugina kl tíu, og lá á pallil í klukkutíma (með viðeigandi og reglubundnum ferðum í laugina og pottinn) Þetta var alveg yndislegt. Eftir sund þá sat ég úti á palli eins fáklædd og ég mögulega gat (með tilliti til nágranna) og leysti krossgátur (og las Andrés Önd) Við mamma fórum svo til Húsavíkur eftir hádegið, tilgangur ferðarinnar var Hvalasafnið á Húsavík. Þetta er mikið og flott safn. Mæli með að allir kíki þangað (ef svo ótrúlega vildi til að þið ættuð leið þangað) Tók reyndar fullt af myndum. Þeir eru með fullt af beinagrindum, óþrjótandi upplýsingar um hvalina, uppruna og lifnaðarhætti, veiðar á þeim til forna og í dag. Tæki og tól, sýni og myndir. Mjög skemmtilegt hjá þeim.
Jamm svona var það og svo var brunað í bæinn í dag (fimmtudag). Ætla að nýta daginn á morgun í snatt og stúss.
Og ekki má gleyma að Jóhanna Logadóttir á afmæli á morgun!!!

Engin ummæli: