Loksins komst maður inn á netið á Kaffi Akureyri. Kom í gær og ekkert net. Svo mikið álag á kerfinu að símar virka ekki, hending ef sms kemst í gegn og þá er ekkert gott signal á netinu. En loksins loksins, smá tenging við umheiminn.
Ótrúlegt hvað ég er búin að vera hérna lengi. Enda er kominn tími á að fara að koma sér heim. Það eru svo mikil læti hérna á kvöldin og á næturnar að það er enginn svefnfriður. Og alls staðar sem maður fer þá er fólk á fylleríi.
Vorum sallaróleg í gærkveldi. Jú gerðum heiðarlega tilraun til að komast á netið, og Hjölli ætlaði á AA fund, en þeir voru allir eitthvað lokaðir og bla bla, og netið ekki inni. Svo kvöldið fór í gervihnattadiskinn á heimilinu með öllum sjónvarpsrásunum - yummie - gegt gaman og næs.
'till later..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli