Góðan daginn. Mér sýnist í dag verði eins veður og í gær. Alveg steikjandi hiti og logn. Ég kvarta ekki yfir því. Bíð eftir að sólin færist yfir á sólpallinn svo ég geti farið út og dundað mér með bók eða krossgátur í smá tíma.
Síðustu dagar hafa verið rólegir. Skruppum yfir á Eskifjörð á mánudaginn. Heitt. En þar sem hitaskúr kom þegar heim var komið þá dundaði ég mér í Neverwinter Nights og skemmti mér mjög vel.
Í gær var svakalegt veður. Fórum með tíkina í sund í ósnum, gæddum okkur á sjeik á meðan í sólinni. Nutum semst veðursins til fullnustu. Tókum multiplayer á Neverwinter - var geggjað gaman, sátum í sitthvoru tölvuherberginu og börðumst við vonda kalla sem reyna að leggja heiminn undir sig.
Og veðrið hreinlega bauð uppá grillmat. Hjölli grillaði dýrindis svínasneið, sem var meira en nóg í matinn handa okkur tveim, og ég bakaði eftirrétt. Mega næs.
Nú styttist í suðurför aftur. Leggjum í hann á sunnudaginn sennilegast því ég verð að vera á Akureyri á mánudaginn. Og skólasetningin er á fimmtudaginn, og þá um helgina er fyrsta staðbundna vinnulotan. Svo opnar sennilegast skiptibókarmarkaðurinn á mánudeginum eftir það. Svo þetta verður vikureisa hjá okkur. En það er bara gaman :o)
1 ummæli:
Nýr skiptibókarmarkaður var að opna: http://skipta.is
Skrifa ummæli