föstudagur, ágúst 20, 2004

Góðan daginn Reykjavík!

Var komin á fætur og í sund snemma - sleikti sólina í pottinum og naut mín. Er að reyna að grafa upp bækur fyrir skólann, reyna að finna þær sem ódýrastar. Enda sennilegast með að fara á bókasöluna hjá þeim sjálfum þar sem þeir vilja ekki að maður noti eldri bækur en útgáfu 4. Og sumar eru held ég alveg nýjar svo það er erfitt að fá þær á skiptibókarmörkuðum. En það kemur allt í ljós. Á hellings af skólabókum síðan í fyrra sem ég get farið með í bókabúðirnar en fæ bara innleggsnótu í staðinn. En maður getur alltaf nýtt þær!!!
Núna liggur leiðin í hádegismat hjá afa og ömmu, hvað tekur við eftir það er óráðið.
En ekki má gleyma afmælissöng dagsins:
Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Jóhanna
hún á afmæli í dag!
Til hamingju með daginn elsku Jóhanna mín!!
En í gær var góður dagur, eftir að ég kom í bæinn þá fór ég í mat til Röggu vinkonu, þaðan með henni og Björk í skonsur til foreldra Röggu. Alltaf gaman að hitta þær vinkonur, Röggu og Björk, afar hressar og skemmtilegar að vanda!

Engin ummæli: