laugardagur, ágúst 07, 2004

Aflsöppun í dag

Tíkin leyfði mér að sofa út í dag. Hún var ekki komin á hurðina kl sjö, og svo aftur kl átta heldur fór ég framúr kl níu, útsofin og hissa á rólegheitunum. Lallar hún þá framúr stofunni, með stírurnar í augunum og eyrun uppábrett, svo mygluð að það hálfa...

Við kláruðum okkar venjulegu morgunverk; sturta, labbó, frisbí, synda í ósnum, morgunmat og þess háttar. Hjölli prílaði upp á þak og byrjaði að mála aftur.
Við fórum bara til Reyðarfjarðar í gær, nenntum ekki lengra, auk þess höfðum við þannig séð ekkert að gera lengra. En okkur vantaði menju á þakið svo við urðum að fara í Byko.
Ég réðst á húsið að innan, bretti upp ermarnar og skúraði og bónaði allt. Voða fínt fínt hjá mér. Við náðum í búðina fyrir tvö, til að kaupa nammi af nammibarnum með 50% afslætti. Mér líkar það obbosslega vel.
Svo er ég búin að sitja hérna, og leika mér í afslappelsi í Neverwinter Nights leik. Tíkin sefur, og Hjölli sefur sennilegast yfir einhverjum þætti sem hann var að horfa á í tölvunni hérna niðri. Munur að vera með hægindarstól í tölvuherberginu og geta látið fara vel um sig. Ég er með sófa, og það er yndislegt að liggja þar og slaka á með bók eða horfa á eitthvað skemmtilegt.
Svo dagurinn í dag er sannkallaður afslöppunar dagur.

Engin ummæli: