það er allt í rólegheitunum þessa dagana. Hjölli skellti niður pallaefninu sem loksins kom í leitirnar um daginn, svo núna erum við með smá sætan sólpall í stað gamallar holóttar stéttar sunnan við húsið - mikið næs. Hann hefur líka verið að æfa loftfimleikana með að hanga uppi á þaki og mála. Eða ég vona að hann hangi í einhverju því þakið er geggjað bratt og hátt fall ef hann skildi detta. Og húsið hefur breyst í svip við að fá nýja ferska málningu.
Sól og blíða undanfarna daga, og hefur bæst aðeins á freknurnar á enninu á mér.
Ég er að byrja á nýjum leik sem heitir Dark Age of Camelot. Þetta er online only leikur, og gegnur ok svona í byrjun. þó það sé alltaf hálf leiðinlegt að byrja því maður er svo aumur kall í startið. En leikurinn lofar góðu og ætla ég að nýta mér vel þennan fría fyrsta mánuð sem fylgir leiknum.
Svo er jafnvel á plani að fara til Egilsstaða í dag að versla, jafnvel kíkja í sund, en það er samt ekkert ákveðið enn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli