laugardagur, ágúst 14, 2004

Þrif, tölva og nammi...

Tók daginn snemma. Vaknaði kl sjö og gat ómögulega sofið lengur. Dreif mig á lappir og fór út með tíkina, ákvað svo að nýta góða veðrið og þvo bílinn almennilega. Sápuþreyf hann, rainexaði og þreyf hann að innan í leiðinni. Nema varð að geyma ryksugun þar til í nammiferðinni því ekki er hægt að ryksuga með hund í bílnum (þó hún sé í búrinu sínu þá gólar hún alveg hryllilega á ryksugur).
Tók við að spila NWN og kjafta á msn. Og um eitt fór ég og náði mér í tölvusnakk og já ryksugaði bílinn.
Er að byrja að stressast út af skólanum. Næsta helgi úff mar, já og þarf að leggja í hann sennilegast á morgun. Verð í heila viku í burtu frá manni og hundi. Ég hef aldrei farið svona lengi frá hundinum. Jóhanna segir að hún verði ok, en það er ekki málið - heldur verð ég ok án hennar?? Mikið rosalega verður maður háður litla skugganum sínum!!
Það er enginn ferðafílíngur í mér. Fékk góðan doze af ferðafullnægingu á roadtrippinu okkar um daginn. Ég er bara svo heimakær hérna, í greninu mínu að það hálfa. Tölva, TV og te á sínum stað (the three T's)
Kannski ég ætti að fara og njóta laugardagsins og vera heiladauð fyrir framan imbann, myndi sennilegast sofna þar sem maður var vaknaður svo snemma. Maður ætti kannski ekki að gera það opinbert þegar maður vaknar svona snemma á laugardegi að ástæðulausu (þe engin vinna né lífsnauðsynlegur fundur)

Engin ummæli: