sunnudagur, mars 23, 2008

Afmæli í dag :)

Já ykkar yndislegust á afmæli í dag !! Er búin að fá fjölda smsa og kveðjur í dag. Takk takk elskurnar mínar.

Dagurinn er búinn að vera hrein snilld. Sonur minn pakkaði inn afmælisgjöf (með aðstoð ömmu sinnar) og skrifaði sjálfur á afmæliskortið mitt. Og hann var svo stoltur og þetta var svo flott hjá honum. Svo söng hann fyrir mig afmælissönginn!! Hann mundi sko strax í morgun þegar hann vaknaði að ég átti afmæli. Og hann mundi sko strax að ég átti að fá pakka og þegar pakkarnir væru búnir átti að opna páskaeggin! Hann fékk stórt egg frá pabba sínum með strumpi sem hann opnaði. Fékk dygga aðstoð Sylvíu bestu frænku. Set myndir inn á flickr við tækifæri.

Eftir hádegi fórum við mamma í páska/afmælisdekur í Lónið. Juuminn hvað það var næs! Sylvía færði okkur bjór útí lón og sátum við þar og sötruðum. Agalega yndælt að sitja þar í heitu vatninu, láta líða úr sér og vera alveg með tíma til að dekra svið sjalfa sig.

Var heima í gærkveldi. Fékk boð um að mæta á Hattinn en ákvað að vera heima. Togaðist mikið í mér en þegar ég vaknaði með syni mínum í morgun þá var ég svo fegin að hafa ákveðið að vera heima. Koma önnur kvöld eftir þetta kvöld og ég held að sá er bauð hafi alveg skilið það :) Föstudagskvöldið var hrein snilld, nóttin enn betri og morguninn bestur. Hlakka bara til framtíðarinnar :)

Eigið sem besta páska

Ykkar Guðrún K.

Gudrun

fimmtudagur, mars 20, 2008

Páksafrí!!!

jámm við sonur erum komin í sveitina í páskafrí.  Svo er afmælið mitt á sunnudaginn og langar mig á djammið á morgun í tilefni þess.  Veit ekki hvað skal gera.  En hálfvitarnir eru að spila í Skjólbrekku og langar að fara þangað.  Svo langar mig á djammið eftir það á Akureyri.  Einhverjir sjálfboðaliðar??

Fór í klippingu í dag ! Tekið meira af hárinu en síðast. Er alveg að fíla þetta :)

En nóg um það - mamma er að reyna að finna "patent" lausn á hvernig á að hengja máluð egg upp... með slaufuna upp og lykkjuna um greinina - en er ekki alveg nógu gott því "hnúturinn fer í gegn".....

þar til næst knús og kossar !!!

þriðjudagur, mars 18, 2008

Afmælisbarn dagsins:

Inga Hrund Gunnarsdóttir

(mynd tekin 28. mars 1991)

Til hamingju með daginn elsku vinkona!!

sunnudagur, mars 16, 2008

Sunnudagur til svefns!!

jámm - letidagur held ég bara! Það er að koma páskafrí.  Hvað skal gera - veit ekki enn.  Langar eitthvað út á lífið og langar að hitta fullt af fólki og langar í fullt fullt af heimsóknum. Skildi maður komast yfir eitthvað af þessu ? Eða enda páskarnir í eintómri leti og náðugheitum??

laugardagur, mars 15, 2008

Laugardagur til ljúfra stunda

hæ elskurnar mínar :) Jámm það er sko leti/ljúfur dagur í dag. Mamma og pabbi kíktu hingað við til að laga eldhúsinnréttingunga mína og skipta um klær.  Gaman að fá þau í heimsókn, Gabríel varð svona himin lifandi við að fá þau og sýndi ömmu sinni allt í herberginu sínu.  Og auk þess sem hún kom með okkur í íþróttaskólann.  Já það var síðasta skiptið sem það var.  Ég bara skrái hann næsta haust - hann er alveg að skemmta sér sá stutti í þessu.  Sérstaklega þegar þrautahringurinn er -þá hleypur hann hring eftir hring og prílar um allt.  Í dag meira að segja þorði hann að hoppa af stóra hestinum á dýnu - stór sigur þar!!!

Eftir heimsóknina þá sofnaði hann og svaf í 2 tíma - núna erum við að dúllast og velta fyrir okkur hvað við eigum að gera restina af helginni :)

á fDSC00220 östudaginn kíktum við í Dótakassann og lékum okkur smá stund í lestunum.  Okkur finnst svo gaman að kíkja þangað og sjá hvað e í boði þann daginn.  Og núna er mega útsala þar og náðum við lest á 990 kr sem eru eins og þær sem hann er að safna - Tommi lest sem sagt - rosa gaman !!!

þar til næst - eigið góða helgi og verið góð hvert við annað!!

fimmtudagur, mars 13, 2008

snjór, slabb og slydda...

ég er ekki að fíla þetta. Páskafrí í næstu viku - og hvað ég hlakka til. Hugurinn er kominn í frí, og ég veit að fleiri í kringum mig eru að keyra á síðustu orkunni sem þeir eiga. Meira að segja Gabríel er farinn að tala um að vilja bara vera heima - í miðri viku! það bara varla gerist ekki hjá honum - honum finnst svo gaman í skólanum. Hann dormar í rúminu og dregur lestirnar sínar uppí og vill helst ekki fara framúr. "mamma vil vera heima leika með dótið mitt"
Fór í skólann í morgun - horfa á vídeó úr danstímunum hans - og það var bara snilld! Sjá þessa gaura dansa og syngja. Enda gripu þeir lagið fyrir okkur líka með vídeóinu :) Svaka gaman að svoan uppákomum :) gefa lífinu gildi.
Helgi framundan - ég er ekki að vinna - og vá hvað ég hlakka til!!!
Njóta þess að vera í fríi og knúsa barnið mitt.
Þar til næst verið góð hvert við annað og klæðið ykkur vel !!

miðvikudagur, mars 12, 2008

Miðvikudagur

hey - hafið þið tekið eftir því að það er alltaf miðvikudagur?

þriðjudagur, mars 11, 2008

15 Vikur og 3 dagar :o)

Engar fréttir - góðar fréttir? Já er þakki bara - hef verið hálfgerð Pollýana undanfarið vegna lánamála, en maður verður bara að hugsa að það getur margt verra gerst en að verða gjaldþrota.. er það ekki?? Jú jú - smá röksemdarhugsanir og þá líður mér aðeins betur. Td - heilsa sonar míns er meira virði en allir peningar, og heilsan mín og minna nánustu. Að sonur minn finni ekki fyrir þessu er aðal atriðið, og hann skorti ekki neitt. Á meðan við erum hraust, ég hef vinnu og þak þá erum við sonur minn fær í flestan sjó. Enda búum við svo vel að eiga yndislega fjölskyldu sem styður við bakið á okkur.
Ætla samt ekki að mála skrattann á vegginn strax. Er með lögfræðing að vinna í þessu fyrir okkur, og baráttan er ekki búin enn.
Farin að hlakka ógurlega til sumarsins. 15 vikur og 3 dagar í frí.. but who's counting?? Gæli meira við páskafríið sem hefst í næstu viku.. það er styttra í það :)

fimmtudagur, mars 06, 2008

Loving life :o)

Juminn - komin helgi aftur?? Ég sko týndi einum degi - þegar Alli tilkynnti mér í morgun að hann ætlaði sko ekki að vinna aftur til 6 í dag þá sá ég að það væri fimmtudagur.. en ég er enn ekki búin að finna út hvaða dag ég missti úr?
Það er búið að vera mikið að gera. Í vinnunni - Íris var úti á landi í söluferð og annríkið í búðinni var þannig að ein manneskja náði ekki að sinna þvi. Við Alli stóðum á haus á þriðjudeginum, síminn stoppaði ekki og ég settist varla því það var mikill erill í búðinni. Bara gaman :o)
Annars er ekkert að frétta. Single life and loving it, er hvort eð er ekkert reiðubúin í eitthvað meira. Stundum held ég það en svo hugsa ég lengra og neibb ég er það ekki :o)
Gabríel er í ótrúlega góðu jafnvægi - vaknar brosandi, sofnar brosandi og það hvessir ekkert í þeim stutta þessa dagana - búinn að vera svona síðan hann fór að sofa allar nætur í sínu eigin rúmi. Hann er úthvíldur og sáttur. Vaknar svangur og fullur tilhlökkunnar til að takast á við nýjan dag. Hann er duglegur við að vilja prófa að fara á koppinn og er byrjaður að vilja fara á klóið í skólanum. Þetta er allt að koma hjá honum blessuðum.
Já við erum bæði í góðu jafnvægi þessa dagana. Maður er alltaf að fá smá reality check, og læra meira á sjálfan sig. Ég sef betur núna eftir að sonur er farinn að sofa heilar nætur- ekki að ég hafði átt við svefnvandamál að stríða - þvert á móti. En ég fæ heilan svefn núna- rumska ekki þegar hann er að brölta yfir til mín um miðjar nætur. Svo við bæði erum úthvíld á morgna - hress og hlökkum til nýs dags og hvað hann hefur uppá að bjóða !
Er að vinna helgina, svo það er róleg og notaleg helgi framundan :o) Hlakka til að eiga stundir með syni mínum. Hann hittir pabba sinn á laugardag á meðan ég er að vinna, svo eigum við alla helgina útaf fyrir okkur. Ég hlakka mikið til. Hann stækkar svo hratt og þroskast svo hratt ég er hrædd um að ef ég blikka augunum þá missi ég hreinlega af honum.
Þar til næst elskurnar mínar - hafði það gott og eigið góða helgi :)

mánudagur, mars 03, 2008

Mánudagur og snjór

Frábær helgi að baki - gott og skemmtilegt djamm á föstudegi, rólegur laugardagur í sveitinni ásamt góðum sunnudegi.  Lífið fer upp og niður eins og alltaf og veit maður aldrei hvað gerist á morgun.

þar til næst verið góð hvert við annað.

sunnudagur, mars 02, 2008

Myndskilaboð

"Gaman hjà afa og ömmu! Og mamma hjàlpar að kubba"

fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Fimmtudagur og helgin nálgast :)

já ykkar yndislegust ætlar sko að fara á tjúttið á morgun!! Mikið agalega hlakka ég til! Við Íris ætlum að gera okkur sætari en vanalega (við erum náttla ógó sætar alltaf) og ætlum að fá okkur aðeins í eina tánna. Fara út og dansa, drekka og hlæja !!!
Ég náttla skulda henni bjór og drykki þar sem ég féll á þessu karlabindindi mínu -sem ég náði að halda út í nærri mánuð!! Bara nokkuð gott held ég... :o) gaman að þessu.. sem betur fer er ég með góðan díl hjá Vodafone og EJS hvað varðar símanotkun :o)
Gullið mitt verður hjá afa sínum og ömmu í góðu yfirlæti blessaður. Hann er farinn að tala um að fara til afa og ömmu, honum finnst orðið heldur langt síðan hann sá þau síðast.
Ég er alveg að fíla hvað dagurinn lengist! Það er bjart þegar ég er búin að vinna, þetta er svo mikill munur.
Þar til næst - verið góð hvert við annað :)

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Afmælisbarn dagsins!!

Elsku Dóa mín á afmæli í dag !!!!
Til hamingju knúsa mín og eigðu góðan dag í Amsterdam í dag !!!!

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Ekki minn dagur í dag...

sumir dagar eru bara þannig að maður á að vera undir sæng... Og þessi er þannig - af hverju júníversið kemur með "mánudag" á þriðjudegi - I'll never know.
Ef ég ýti á enter á lyklaborðinu þá poppar upp Word skjal... Ef ég þarf að pissa þá hringir síminn.. Ef ég moka af bílnum mínum þá hrynur af þakinu ofan á rúðuna þegar ég er lögð af stað.. Ef ég skipti um sokka því ég steig í bleytu á leiðinni inní mat (heima í stigagangi) þá pottþétt steig ég aftur í bleytuna á leiðinni út...
þið skiljið hvað ég á við... og klukkan er bara tvö - og þetta er aðeins toppurinn af ískjakanum... við skulum ekki fara út í nánari óheppnir..

mánudagur, febrúar 25, 2008

Ný vinnuvika

Góðan daginn og gleðilegan mánudag. Ég sit hérna heima með fyrsta kaffibollann minn, browsa blogg og mbl.is.
Helgin var fín, róleg, en fín. Sonur fór til pabba síns á laugardag á meðan ég var að vinna. Hann skemmtir sér vel þar, enda sé ég á bloggi sambýliskonu Hjörleifs að Gabríel er velkominn þar, sé hlakkað til að hann komi og hann sé dekraður á alla vegu hjá þeim. Mér finnst auðvitað frábært að sjá það. Hann er náttla litla barnið mitt og litla mömmu hjartað mitt þarf að vera viss um að hann sé í góðum höndum.
Við áttum svo yndislegan dag í gær. Hann reyndar svaf mest af honum, tók heila 4 tíma eftir hádegi í gær sá stutti. Hann hefur ekki tíma til að sofa hjá pabba sínum, svo hann var búinn á því blessaður. Við lékum okkur, horfðum á bíla og mótorhjól, kubbuðum, dönsuðum. Og deginum lauk með að horfa á Top Gear, Audi bíla, kappakstursbíla. Hann notar litla bílinn sinn (fótstiginn) sem hann fékk í jólagjöf 2005 frá afa sínum og ömmu til að keyra um alla íbúðina í þykjustuleik að vera á kappasktursbíl.
Hann er farinn að sofa í sínu rúmi allar nætur núna. Það er alveg snilld, ég sef miklu betur og er að vakna miklu hressari núna. Og hann líka.
Eníveis - dagurinn er að byrja - kaffibollinn búinn, hlakka til að takast á við nýja viku :)
Eigið góðan dag elskurnar mínar !

föstudagur, febrúar 22, 2008

smá í huganum..

jámm í dag var gaman að vera til eins og undanfarna daga :o) veit ekki hvað það er en eitthvað (einhver öllu heldur) heldur drifkraftinum alveg á fullu og einbeitningin er úti í fjúki og hinum megin við hæðar og hóla.. hrædd um að samstafsfélagar mínir séu orðnir heldur undrandi á þessu hjá mér.. Íris tjáði mér um daginn að hún hefði nú barasta áhyggjur af mér - en það er algjör óþarfi ! ég spjara mig.
Nú ef þetta er bara bóla þá er ég búin að komast að því að ég á þessar tilfinningar ennþá til staðar - tók bara smá tíma að finna þær og rétta manninn til að bera þær upp á yfirborðið. Þá verður auðveldara að komast gegnum skelina og sleppa af sér beislinu. Ég er allavega að fíla það að vera single núna !!!
Svo margt sem ég var orðin master í að hylja, sé það núna að ég var alls ekki ég í mörg ár. Gríma. Skuggi af sjálfri mér. En eitthvað breyttist þegar ég átti son minn, fann ég styrkinn og stóð upp.
Og að hleypa einhverjum aðeins nær er eitthvað sem ég hef ekki gert lengi og er ég bara að fíla þetta með öllum vitleysis efasemdum, tilfinningarússíbana, og spennu.
Farið varlega inn í helgina elskurnar mínar og verið góð hvert við annað :) Ykkar "smitten" Guðrún

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

miðvikudagur.... again :o)

ok hún Íris blessunin sagði það sl miðvikudag að henndi fyndist alltaf vera miðvikudagur. Og núna tek ég eftir þessu líka - það er allt í einu kominn miðvikudagur. Það er kannski heldur kaldara en samt fallegur dagur !!
Gaman að vakna í morgun, sonur minn er tekinn upp á því að lúlla bara í sínu bóli núna á næturna og er ég að fá heilan nætur svefn ! þetta er lúxus - ég er úthvíld á morgnana !!!
Er að reyna að vinna - gengur illa, næ ekki að halda einbeitningunni, hugurinn fýkur alltaf út fyrir bæjarmörkin..
Alveg að koma helgi. Er að vinna á laugardaginn, Gabríel ætlar að hitta pabba sinn á laugardag. Hvað verður svo veit enginn. En það stefnir í rólegheits helgi.

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Þriðjudagur..

og vikan líður áfram. Það er sumarfílíngur í gangi, snjórinn að fara og hlýr vindur úti. Maður fær alveg nýja orku á svona dögum. Sit með sólheimaglottið og horfi dreymandi út um gluggann í vinnunni. - ekki misskilja - ég er kona - get gert tvennt í einu - dreymt dagdrauma og unnið !!
Það er gaman að vakna á daginn, sonur minn kemur og knúsar mig, og vill fá morgunmatinn sinn.
Já það er vorfílingur í manni - þó það sé bara febrúar. Og ég get svo svarið það að ég finn fyrir fiðring í maganum, og kitlar í puttana á að fara að gera eitthvað, þó það væri ekki nema bara að fara helgarrúnt til Hollands á útitónleika! Það er allavega asskoti erfitt að sitja bara kjurr og bíða eftir að dagurinn líði.
Já og ég er að fara í barnaafmæli í kvöld :)

sunnudagur, febrúar 17, 2008

Icecross mótorhjól á Mývatni

þetta var snilldin ein !!!

Lífið er stundum full of surprises...

og þegar maður á síst von á þá er því hvolft við og maður snýr í þveröfuga átt en maður hafði áætlað að halda..
Maður lítur undan og búmm..
Og núna er ég að tala um ánægjulegar uppákomur. Hlutir sem maður ætlaði sko ekki að fara að leggja út í, plana, hugsa um. Og allt í einu þá er maður eins og þorskur á þurru landi, veit ekkert hvað snýr upp eða niður og reynir að horfa á heildarmyndina og halda sönsum...
Hef ekki fundið þessa tilfinningu í möörg ár, hélt að ég ætti hana ekki til lengur, hef ekki leyft mér að athuga einu sinni, en núna mér finnst ég vera lifandi aftur...
og af hverju er tveggjatíma mismunur til Amsterdam?????

mánudagur, febrúar 11, 2008

Þorrablót og glóðarauga :o)

haha jámm mín á þorrablót!! Kemur heim með fjólublátt auga sem fékk svo fallegan fjólubláan blæ á augnlokið í dag. Bólgin á kinnbeini. Ég er svo flott !!
Þetta var snilldar blót. Kynntist fullt af fólki, og já vinum ;) Gaman af því !! Maður vinkonu minnar svo líka svo hamingjusamur með tilveruna og hvernig málin þróuðust að hann tók utan um mig og utan um bróður sinn sem er já ca höfði hærri - smellti okkur einum og harkalega saman svo haka bróðursins fer í kinnbeinið mitt. Allt í læ - fékk koss á báttið :)
Blótið var vel heppnað, Hafdís útbýr snilldar þorrabakka, skemmtiatriðin skemmtileg, svo borðhald stóð lengi vel yfir og vel var snætt. Vorum sex saman sem fórum og var þetta allt afskaplega hresst og skemmtilegt fólk. Mikið hlegið og mikið rætt á léttum nótum sem ekki oft hljómuðu gáfulega. Mín jú ætlaði að vera á bíl, en bíllinn varð eftir á blótstað svo Hafdís mátti sækja okkur daginn eftir og ég náði í bílinn minn.
Myndir eru aðeins fáanlegar á tölvupósti eða geisladisk fyrir fáa útvalda. Þær fara ekki á flickr síðuna.
Sonur var hamingjusamur í sveitinni að vanda. Við fórum fyrst í íþróttaskólann á laugardeginum, sem var bara snilld. Hann hljóp um salinn og fór á þrautastöðvarnar og var hinn duglegasti ! Hann er alveg að fíla þetta sá stutti - myndavélin var með en ég hafði bara um nóg annað að hugsa en að taka myndir - td að ná honum niður úr klifurgrindinni...
Eftir íþróttaskólann fórum við uppeftir þar sem hann gisti. Hann er með dálæti á Pöpunum sem hann komst í hjá ömmu sinni. Hann er mikið fyrir að hafa tónlist og vill hafa tónlist þegar hann er að leika. Hefur lágt stillt og syngur jafnan með.
Jámm við erum söm við okkur, ég gat komið samstarfsmönnum mínum til að brosa í morgun, það er alltaf jafn ánægjulegt !
En við í búðinni erum dálítið seinheppin. Íris lendir óvart í slagsmálaleigubílaröð og einn rekst heldur harkalega í hana svo hún dettur á andlitið. Hún fékk ljótt sár fyrir ofan vör og er með ör eftir það. Alli fór að spila körfubolta og fingurbraut sig. Það eru allavega 4 vikur síðan og hann er enn með gifs. Og ég núna...
Verið góð hvert við annað og keyrið varlega í hálkunni !!

föstudagur, febrúar 08, 2008

ef ykkur leiðist

og mogginn ekki lengur að gera sitt, eða leikjanetið þá er þetta www.gossip.is eitthvað sem fólk getur dundað sér yfir. Fyrir mína parta ef mér er farið að leiðast of mikið í tölvunni og finn sjálfa mig á þessari síðu þá mun ég standa upp og slökkva á vélinni...

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Gabriel, his grandma and Herkules

eftir hádegi fórum við í sveitina. Komum reyndar of seint í að slá köttinn úr tunnunni uppi í Grænum Lausnum hjá Valgeir afa hans. En við fengum að fara með Hirti og vini hans að syngja uppi í lóni. Og svo var farið heim til ömmu og afa að byggja legó. Þau fengu að sjá stubb i tígrabúning sem sló svona líka í gegn!! Þetta var yndislegur dagur :)

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

öskudagur og ælupestir


ok alveg er ég búin að fá nóg af gubbi. Ég er nýstaðin, og í dag byrjar Gabríel. Gubbaði víst í skólanum í dag og svo hress og núna í kvöld er hann búinn að gubba 2x... ég er ekki glöð með það. En sem betur fer er stuttur dagur í skólanum á morgun svo ég sæki hann í hádeginu. En þau fá að slá köttinn úr tunnunni á morgun og hann mun mæta í sínum flotta tígrisbúning !!!

sunnudagur, febrúar 03, 2008

ég bara varð að prófa...

%1

Nýjar myndir komnar inn :o)

bara láta vita af nýjum myndum :o)

laugardagur, febrúar 02, 2008

Fyrir ykkur útlandabúanna

þá lítur Akureyri svona út í dag:



föstudagur, febrúar 01, 2008

ólíkir heimar.


ok ég er í vinnunni og það er rólegt hjá mér. Er að fylgjast með umferðinni út um stóra gluggann minn í búðinni, sé upp á Glerártorg, og Tryggvabrautin er frekar mikil umferðargata, jafnt og Hvannavellirnir hérna að framan. note; búðin er á horni Hvannavalla og Tryggvabrautar. Eníveis. Það kyngir niður snjó. Maður stoppaði á ljósi í morgun og liggur við að maður hafi þurft að fara út og skafa aftur.

Mín dugleg, fór og keypti rúðuþurrkur á súbbann, sem ég er afar þakklát fyrir að vera á þessa dagana. (Pólóinn hefði ekki komist út af bílaplaninu heima við blokk.) Eldri maður aðstoðaði mig við að setja þurrkurnar á, horfði síðan yfir gleraugun og sagði að maður ætti helst ekki að nota þær sem sköfur. Held að ég hafi meira að segja náð að roðna - þrátt fyrir kuldann, þæfinginn og snjóinn. Málið er að þær frusu við og ég fattaði það ekki, ýtti þeim af stað og gúmmíið varð eftir. En jæja. Og aftur er bíllinn orðinn að skafli hérna í bílaporti starfsmanna EJS.

Bara búin að sjá einn sjúkrabíl~ Guði sé lof bara einn!

Mér finnst bara magnað að traffíkin og hið daglega líf gengur sinn vanagang þrátt fyrir kulda og snjó. Og Glerártorg hverfur alltaf reglulega í snjókófið.

Man eftir svona veðri þegar ég bjó í Great Falls, VA, þá var ég lokuð inni í 2 vikur. Húsbóndinn á heimilinu átti afmælisútgáfu Ford pickup truck sem ég mátti ekki fara á út, "it's not u I am worried about - it's the other idiots out there"

Þar lamaðist allt. Skólar, verslanir, þjónusta... allt.

Í gamla daga, þegar skólinn minn var á Skútustöðum, þá urðum við krakkarnir að fara með rútu á hverjum degi. Og þegar vont veður var (sem var óhugnalega miklu oftar en nú) þá beið maður spenntur; skildi Jón Árni rútubílstjóri ná að keyra okkur? Og ég held ég geti talið skiptin á annarri sem skóli var felldur niður sökum veðurs. Alltaf skildi Jón Árni koma á Sólskríkjunni og sækja okkur. Mikið sem við krakkarnir bölvuðum þessari rútu, hún komst allt!! Í dag hugsar maður ; hvílíkur snilldar ökumaður Jón var og hvað rútan var öflug að komast allar ófærðir úti um allt.

Rosalega hefur allt breyst, og hvað allt er ólíkt og annars staðar. Í dag hugsa ég bara um að ljúka deginum, sækja gullmolann minn, og eiga gott og náðugt kvöld, heima í hlýjunni með syni mínum, sem er algjör sólargeisli!

Eigið góða helgi, munið að klæða ykkur vel og farið varlega í umferðinni, snjónum og ófærðinni.

í póstinum í morgun


mér finnst gaman að fá svona póst:

Hvarf séra Odds frá Miklabæ

Hleypir skeiði hörðu
halur yfir ísa,
glymja járn við jörðu,
jakar í spori rísa.
Hátt slær nösum hvæstum
hestur í veðri geystu.
Gjósta af hjalla hæstum
hvín í faxi reistu.

miðvikudagur, janúar 30, 2008

Sóknarprestur og aðrir sveitungar

á þorrablóti 2008

og tíminn flýgur áfram..

og það er strax kominn miðvikudagur. Kalt úti, en gaman að það sé enn bjart þegar ég sæki soninn á leikskólann kl fimm - í fyrra þá var ég alltaf að vinna til 6 og man að það var langt liðið á árið þegar það var enn bjart þegar ég var búin að vinna! Er bara að fíla þetta!!

En sl helgi var snilld. Ég ákvað að skella mér semst á þorrablót með minni kæru systur, hennar manni og dóttur. Vorum við í samfloti með fjölskyldu hans sem er alveg hreint yndisleg. Og það var svo gaman, góð skemmtiatriði og tala nú ekki um hljómsveitina þar sem enn EJSíngur er að spila. Pabb fékk sitt af skotum, sóknarprestur kom fram í ballerínupilsi og þorramaturinn var að sjálfsögðu ekki af verri endanum. Og var honum samviskusamlega skolað niður með rauðu og bjór. Knúsaði marga og þar á meðal Fellshlíðarbúana sem létu sig ekki vanta!

En ég var samt róleg þar sem ég var að vinna daginn eftir. Og bað mág minn sem drekkur ekki að skutla mér heim um eitt. Var sofnuð fyrir tvö!

Við sonur inneftir og var hann hjá pabba sínum sem gekk held ég bara ágætlega, allavega var sonur minn ánægður, þreyttur með stuttan kveikjuþráð, en ánægður engu að síður, og þá er ég sátt.

Sunnudagur var til leti.

Mánudagur, kvef.. fór ekki í sund.

Þriðjudagur kaldur, aðeins meira kvef... fór heldur ekki í morgunsundið, Gabríel fór til Sylvíu í pass, hann er bara að fíla að vera uppi á vist í passi hjá stelpunum!

Miðvikudagur, kalt kalt, röddin asnaleg, kvef, hor... fór heldur ekki í sund.

föstudagur, janúar 25, 2008

Og þorrablót Flúða

var að sjálfsögðu hið glæsilegasta. Sonur minn er reyndar eitthvað slappur, borðaði ekkert í gær, og svo ekkert í dag heldur, drekkur bara nóg, og er kátur. Vona að hann sé ekki að fá þessa ógó gubbu sem er að ganga.

Þorrablót og bóndadagur !!

Í hádeginu í dag er þorrablót í skólanum hans Gabríels. Hlakka til að hitta soninn og borða með honum hádegismat, knúsast og spjalla. Honum finnst alltaf svo gaman að sýna mér dótið sem hann leikur sér með, og bækurnar, og bílana. Hlakka mikið til.
Við skutlurnar í vinnunni bökuðum gómsætar kökur handa strákunum hérna í EJS. Og ætlum við að vera með kaffi handa þeim kl 10 núna :o)
Og svo í kvöld fer ég á þorrablót í sveitinni í kvöld :) hlakka mikið til. Þórhalla systir býður mér með sér og Lárusi. Ég er að vinna á morgun svo ég verð akandi :o)

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Bílpróf!


Elsku besta Sylvían okkar fékk bílprófið í dag !!

Til hamingju með það !!

þriðjudagur, janúar 22, 2008

Fyrsta foreldraviðtalið


jámm ég semst er orðin fullorðin.. fór í foreldraviðtal í skólanum hans Gabríels, áður en ég veit af þá verður hann farinn í framhald og ég farin að sækja hann heim úr partíum... omg...

En þær voru rosalega jákvæðar á Flúðum. Svo virðist sem sonur minn er afskaplega hress og skemmtilegur strákur (sem ég náttla vissi fyrir) og uppátækjasamur, duglegur, orkumikill, jafnframt þægur, blíður, og auðvitað vissi ég þetta líka allt fyrir.

Hann fær fullt hús stiga, allt jákvætt, allt í góðu gengi með þroska, gróf og fín hreyfingar, situr á rassinum þegar þarf, borðar allan mat og vel af honum. Getur leikið sér einn og í hóp, stríðir ekki og er ekki strítt.

Ég er svo montin af honum syni mínum, duglegur og yndislegur drengur. Enda er hann með svo stórt hjarta og býr yfir mikilli væntumþykju.

mánudagur, janúar 21, 2008

áskorun til mín


er að hætta í karlmönnum í ákveðinn tíma. ~ áramótaheit.. neeeeii, en ...

Ok það er ár síðan ég skildi, og var árið 2007 ógó skemmtilegt. Jú átti ups and downs en á heildina alveg snilldar ár; Búdapest, tónleikar, ferðir og djömm. Nema hvað ég er búin að vera með annan fótinn í karlmönnum sl 8 mánuði og ég barasta nenni ekki. Búið að vera gaman og af nógu að taka en sápustykkið á milljón hérna megin ;) vil bara vera single og njóta þess.

Svo mínir kæru vinir - sparka í sköflunginn undir borðinu ef þið verðið vitni af flörti!!!

Trúið þið því...

en ég fékk reikning fyrir hundaleyfisgjöldum frá Fjarðabyggð í morgun....

sunnudagur, janúar 20, 2008

Stolt mamma í dag :o)


eins og þið vitið þá erum við sonur búin að vera í samningarviðræðum um koppaferðir. Ég hef ekki verið að ýta á hann því í öllum bókum og reynslusamt fólk hefur bent manni á að það megi ekki ýta, það gæti bara leitt til að þau þráist við að fara á kopp. Nú jæja, við í dundurleiðangri okkar í gær sá sonur minn svona bílatösku með nærbrókum í (rúmfó) og hann bendir "maaamma mín borga svona " (með viðeigandi tón - þið þekkið hann) Ég bendi honum á hvað þetta er og segi við hann að strákar sem nota bleiu hafa ekki með svona að gera strax. Jafnframt segi ég honum að þegar hann pissi í koppinn þá muni ég kaupa svona handa honum.

~ ég má fara á morgun og kaupa handa honum og varð að finna bil því Rúmfó var lokað í dag !!!

laugardagur, janúar 19, 2008

fólk..

~ ég hafði áður skrifað hér póst um efni sem er mér ofarlega í huga vegna reynslu minnar. Ég hugsa til fólks sem er í sömu stöðu og ég var í, ég finn til með því. Ég vaknaði við ákveðið áfall. Áfall sem varð mér til góðs. Mun ég vera sterkari og betri manneskja fyrir vikið. Læt ekki hafa áhrif á mig. þar af leiðandi fjarlægði ég póstinn.

ps ef það hefur komið við kauninn á fólki að ég hafi beðið um að slóð á síðu sonar míns væri fjarlægð af fólki sem ég þekki ekki neitt þá verður það bara að hafa það.

Eigið góða helgi.

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Til hamingju með afmælið elsku Sylvía ósk!!

Sylvía besta frænka á afmæli í dag og er daman 17 ára!!
Til hamingju elsku Sylvía okkar!!


mánudagur, janúar 07, 2008

Glott aldarinnar!!


Hvað ætli þessir tveir séu að hugsa?
(Jóhannes Geir og Gabríel Alexander.)

fimmtudagur, janúar 03, 2008

Ömurleg vinnubrögð!


ég átti einu sinni yndislega tík, Kítara hét hún. Þurfti að láta hana frá mér þar sem henni og xinu kom ekki saman. Hún tók hann aldrei í sátt. Bar enga virðingu fyrir honum og endaði með að glefsa í hann. Hún elskaði og dáði Gabríel, sinnti honum eins og sínum eigin hvolpi.

En á bænum sem hún fór á lendir hún fyrir bíl vorið 2006. Ég hugsa mikið til hennar enn, og á hún alltaf sérstakan sess í hjarta mínu. Lán í óláni kannski því ég hefði aldrei getað tekið hana með mér þegar ég skildi og flutti hingað til Akureyrar.

En. Ég flyt að austan og hingað til Akureyrar desember 2006. Og í janúar 2007 fara þeir fyrir austan að rukka mig fyrir hundaleyfisgjöld. Ég benti þeim á að tíkin mín hefði orðið fyrir bíl um vorið, ég hafi tilkynnt að ég ætti hana ekki lengur, nei ég skilaði ekki merkinu hennar þar sem hún týndi því alltaf jafnóðum svo það fannst ekki. Ok ekkert mál. Ég fæ innheimtubréf frá Intrum út af þessu í febrúar. Og ég náttla bilast. Nógu erfit hafi það verið að tilkynna hana dauða þarna um vorið en að standa í þessu aftur nærri ári seinna! Algjörlega fyrir neðan allar...

- í dag - 03. janúar 2008 - fæ ég bréf frá Fjarðabyggð - rukkun um hundaleyfisgjöld fyrir árið 2007 !!!!!! Hvað er að ??

miðvikudagur, janúar 02, 2008

Gleðilegt nýtt ár!


og þá er maður kominn heim og með allt dótið -gjafirnar og sparigallann. Mikið afskaplega var gott að koma heim í gær. Eftir yndisleg jól og áramót. Við sonur hentum af okkur útifatnaði og sturtuðum úr pokunum hans og settum upp rennibrautina hans, raðaði aðeins upp í herberginu hans svo betur færi um hann og svo lékum við okkur. Hann lék sér til að verða 9 - enda komum við heim um átta í gær. Gat bara ekki haft þessa stund af honum, hann naut sín svo við að leika sér í sínu herbergi og heyrðist alltaf reglulega "svo gott að vera heima"

Já jólin voru góð - viðburðarlítil róleg og góð. Kíkti í Fellshlíð, þar voru komnar úr Danaveldi Elva Björk og úr Amsterdam Dóa mín. Anna og Hermann alltaf jafn hress og Todda kíkti í smá staup :)

Áttum við frábært kvöld - takk kærlega fyrir mig krúttin mín!!!
~ myndir úr Fellshlíð eingöngu fáanlegar á cd eða pósti... þær eru ekki flickr hæfar ~

föstudagur, desember 28, 2007

Nýjar myndir !!

Hæ hæ og gleðileg jólin !!
Við sonur búin að hafa það stórkostlega gott og hann er enn i sveitasælunni á meðan ég er í vinnunni. Skrifa ykkur jóla og áramóta póstinn síðar - en kíkið á myndirnar Jól 2007
og á síðu sonarins er nýtt myndband frá aðfangadagskveldi... :o)

laugardagur, desember 22, 2007

Gleðileg jól!

Jæja gott fólk.

Þá erum við komin í jólafrí!! Og við höldum upp í sveit seinna í dag og verðum þar alveg fram yfir áramót :)
Ég vil óska ykkur öllum gleðilegra jóla og takk fyrir allt gott og allan stuðninginn við okkur á árinu sem er að líða!
Við erum afskaplega þakklát fyrir að eiga svona góða að sem stóðuð með okkur og studdu okkur í gegnum margar erfiðar stundir sem við upplifðum á þessu ári. Árið 2008 verður snilldar ár með fullt af nýjum og skemmtilegum upplifunum !!

Gleðileg Jól !
ástarkveðja
Guðrún K. og Gabríel A.

miðvikudagur, desember 19, 2007

Með betra spammi í dag :


Og jólin nálgast...

jæja - þá er þetta alveg að hafast..
Jólakortin komin í póst.
Allar gjafir pakkaðar inn og sendar þær sem eiga að sendast.
Þrifin í lágmarki, þar sem maður er svo nýfluttur.
Jóladúkar og kerti og seríur komið upp.
Jólatré fer upp í dag. -- þar sem við erum svo lítið heima yfir jólin þá langar okkur að njóta þess að hafa það uppi :o)
Piparkökurnar bakaðar fyrir löngu síðan.
Laufabrauðið skorið í sveitinni fyrir stuttu síðan :o)
Svo okkur líður afskaplega vel. Það er gaman að vera til. Lífið er að koma með fullt af óvæntum ánægjulegum uppákomum, svo ég bíð spennt til næsta dags þegar ég halla höfði á kvöldin.

sunnudagur, desember 16, 2007

Jólahúsið



og er ekki við hæfi svona viku fyrir jól að kíkja í Jólahúsið? Þetta er bara yndislegasti staður á jarðríki. - fyrir jólabörn eins og okkur Gabríel td... Get verið þarna endalaust og skoða og gramsa og lykta, og skoða, og finn alltaf eitthvað nýtt og spennandi. Svo fallegt jóladót þarna. Kúlurnar, skrautið, jólasveinarnir, gamaldags jóladót, lestir, leikföng, kerti, spil, greni, hnétur, arinneldur, jólatré, jólalög, jólabjöllur og frábær jólasveinn sem er þarna allt árið um kring. Er kominn í hátíðardressið sitt, með skeggið sitt síða, aflitað í anda árstíðarninnar. Gabríel elskar þennan stað. Ég elska þennan stað.
~

Vinir mínir fjær..

mig dreymdi að ég væri að fara að heimsækja Kalla og Raggý til Eþíópíu. Ég hlakkaði svo til að hitta þau. Elsku Kalli og Raggý - sakna ykkar mikið, hugsa oft til ykkar. Látið fara vel um ykkur!
Kveðja frá okkur Gabríel.

miðvikudagur, desember 12, 2007

... aldrei friður..

fyrir þessum helvítis bakteríum. Við sonur erum með flensu. Ég reyndar var með hálsbólgu í gær sem ég ignoraði. Þegar ég sótti soninn á leikskólann var mér sagt að hann hefði sofið lítið yfir daginn og verið vælinn. Ég þekki minn mann og sömuleiðis Kiddi leikskólakennarinn hans, hann hafði því mælt hann. Í morgun (eftir sára svefnlitla, byltukennda, hóstasama, stíflaða nótt) sá ég að sonur minn var ekki eins og á að sér að vera. Mældi hann, nokkrar kommur, ákvað að taka ekki sénsa, hádegi - 38°... og í kvöld 38°..
Lystarlítil mæðgin, sem sváfu frá hálf eitt í dag til fimm... bæði. Því ég er ekkert skárri en hann. Hef ekkert getað verið við tölvu í dag, fyrst núna. Og ætla ekkert að stoppa - bara láta vita af okkur :)

mánudagur, desember 10, 2007

Jólaskapið fundið!!!

snilld snilld !!!
- svo margt að gerast - svo margt sem legið hefur á mér undanfarið. Tók smá tíma en ég er búin að hrista þessa lægð af mér. Ég á yndislegan son, ég er góð mamma þó ég segi sjálf frá og hef skapað honum gott rólegt öruggt heimili sem honum líður vel á.
Og núna hlakka ég til að fara heim og skreyta meira og meira og MEIRA!!! - en passa mig að gera ekki of ! setti meira að segja sjálf upp jólaseríur úti !! Við sjálfstæðu konurnar látum engan segja okkur fyrir verkum eða látum fólk vaða yfir okkur!
Ég vona bara að þið hin hafið það jafn gott og látið fara vel um ykkur !!!

laugardagur, desember 08, 2007

Í sveitinni


Við sonur erum í sveitinni. Fór í klippingu áðan er með stuttar krullur og topp - ógó flott!

föstudagur, desember 07, 2007

Jólahlaðborð :)

jæja - enn einn föstudagurinn runninn upp - áður en ég veit af verða jólin komin og farin - þetta er svo fljótt að líða !
En í kvöld er jólahlaðborð EJS - gaman gaman - nokkur singletons ætlum að skemmta okkur :) Soldið skondið að ég skuli ekki hafa djammað með þeim áður - nema í Búdapest.
Sonur fékk að fara með afa sínum og ömmu í sveitina - ógó hamingjusamur með það fyrirkomulag :)
'Eg fer líka uppeftir á morgun - laufabrauðshelgi - löngu ákveðið :)
Svo núna sit ég og sippa Carlsberg - bíð eftir Írisi og ætlum við að skála í rauðvín hjá Önnu áður en haldið er á Kea í hlaðborðið :)
var að tala við dömuna sem er í heimsókn í Danaveldi og lá vel á þeim þar í ölinu á kósi stað sem selur 2 fyrir 1 í allt kvöld - mikið vildi ég að ég væri þar hjá þeim að kjafta :)
Akureyri var eins og í svona snjókristalkúlu í morgun, snjór yfir öllu, frost og hrím. Jólaseríur, dimman og stillt veður.

mánudagur, desember 03, 2007

heppin..

ég er svo heppin ég á svo góða að. Ég á yndislega fjölskyldu. Og frábæra vini. Vinir mínir eru úti um allan heim. Í dag fékk ég kveðju frá Eþíópíu!! Eitt lítið meil beið mín þegar ég kom heim í dag. Og ég er búin að hugsa til þeirra svo mikið í svo langan tíma. Maður verður svo þakklátur fyrir bara nokkur orð, nokkur sem gefa til kynna að allt sé í lagi.
Ástarkveðjur til ykkar í Eþíópíu!

20 dagar til jóla !!!

Já. Ekki þýðir að velta sér uppúr hlutunum heldur að bretta upp ermar og taka til hendinni. Já og framkvæmdirnar eru hafnar. Meiri details later.
- en jákvæðir hlutir gerast hjá þeim sem hugsa jákvætt!!
Jólin eru á næsta leiti og ætla ég á morgun í langa matnum mínum nálgast sogskálar, seríur, og útigræs fyrir útiseríur. Jóladót í kössum og gluggatjöld og dúkar í bað til að vera fínir og hreinir þegar hengdir upp og sett á borð :)
As usual - sonur alltaf jafn yndislegur - þarf ekki frekari skýringar. Augasteinninn minn, gullmolinn minn. Segir alltaf jafn skemmtilegar sögur.
Gaman í vinnunni. Jólin nálgast þar líka. Jólahlaðborð næstu helgi. Laufabrauð næstu helgi. Klipping næstu helgi.. á ég að klippa stutt???
já og btw - það er snjór og -9 stiga frost hérna núna...

föstudagur, nóvember 30, 2007

.... til umhugsunar..

- what doesn't kill you only makes you stronger...
þegar jákvæða viðhorfið er ekki alveg að nægja - þetta sem hefur haldið mér gangandi í ár - sama hvað á móti blæs - er ekki alveg að nægja í augnablikinu. Þá er ágætt að hugsa þetta þar sem þá er maður ekki alveg að brotna....
Að verða sterkari manneskja er jákvætt, og ég verð að halda í þá hugsun....

mánudagur, nóvember 26, 2007

Grasið grænna..

hjá sumum er grasið alltaf grænna hinum megin. Og þá skiptir ekki máli á hverjum þarf að troða til að komast þangað.

föstudagur, nóvember 23, 2007

Finally friday.... :)

ekki misskilja mig - ég elska vinnuna mína og mér finnst ógurlega gaman að mæta og hlakka til að mæta. Fólkið skemmtilegt, vinnan krefjandi og skemmtileg. En það er bara svo gott þegar föstudagarnir koma og helgin er framundan. Þegar föstudagur rennur upp þá erum við sonur orðin frekar þreytt. Hann td lognast út af um hálf átta á fimmtudagskvöldum, og við sofum til að verða átta... Og á morgun mun hann taka sinn 4 tíma svefn eftir hád.

Sonur minn er farinn að segja sögur. Fékk sönnun á því í morgun þegar ég heyrði hann segja "sögu" - þá hafði bíllinn okkar bilað aftur. En það er ekkert satt. Ég fæ svoleiðis sögurnar á kvöldin. Eg spyr hann alltaf í kvöldmatnum hvað hann hafi svo gert í skólanum, og við spjöllum saman. Og oftar en ekki fæ ég fullt af action frá honum. Enda er litli maðurinn farinn að vera vel að sér í talandanum.

Helgin verður róleg. Kannski fæ ég Sylvíu og vinkonu hennar í pizzu í kvöld. Annars er ekkert planað. Hugsa við verðum heima - nema við fáum okkur rúnt á morgun. Mig langar til að sofa í svona ca 20 tíma straight.. kannski ég nappi líka á morgun með syninum :)

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

þögnin...

mikið afskaplega er þetta nú þægilegt að hafa svona þögn. Netið liggur einhverstaðar niðri, auk síma, navision, alls. Get sára lítið gert, navision er kannski ekki alveg niðri - er á bypass línu sem gerir mér kleift að blogga smá. En hver gjörð á navision tekur frekar langan tíma, svo ég handskrifa og sel út á eftir - hitt býður bara vitlausum innslætti heim og lengir þar með vinnsluna á sölunni.
En ég sit hérna ein í búðinni. Íris er fyrir austan og Alli heima hjá veiku kríli.
Það er eins og tíminn stoppi á svona dögum.

33 dagar til jóla...


og hér gengur lífið sitt vanagang. Ekkert mikið um að vera, vakna, vinna, sofa. Sonur er alltaf jafn yndislegur. Vorum heima sl helgi. Nutum þess í botn að vera bara tvö heima og hafa það gott. Vont veður, gerði bara hlutina meira kósí.

Styttist til jóla. Sem betur fer búin með jólagjafastússið - kláraði það í Búdapest, agalega þægileg tilhugsun að þurfa ekkert að stressa sig. Næsta helgi er plönuð undir jólakortaföndur. Síðasta helgi var piparkökuföndur.. sem heppnaðist ekkert afskaplega vel, nema það var rosalega gaman hjá okkur, en kökurnar eru óætar hahahahaa!!

Skúffukakan sem við bökuðum á mánudaginn var hins vegar miklu betri :) Já ég er að njóta þess að eldhúsið mitt er talsvert rýmra en það sem ég var í og er hægt að baka og elda þar - nóg pláss. Ekki kannski eins huge og eldhúsið mitt fyrir austan var en nóg fyrir okkur Gabríel :)

Ég setti myndir inn á netið frá þessum tveimur bökunnarviðburðum.

Eigið góðan dag elskurnar mínar, og þið í Hollandinu - sakna ykkar ógurlega !!!

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

"brrrrrrr"


kalt úti núna, og súbbinn rýkur í gang þessi elska!! Sá gaurana á neðri hæðinni á stuttermabolunum í morgun við að skafa af litla yarisnum þeirra og á leið í skólann. Greinilega nóg af ísvara í blóðinu þeirra eftir helgina.. Ég mun ekki vera kát ef leikurinn verður endurtekinn hjá þeim næstu helgi.

Sonur minn er alltaf jafn yndislegur. Hann var hjá Sylvíu sl mánudag þar sem Þórey var að lesa undir próf, Íris veik, og Stefán líka. Sylvía reddaði okkur alveg og Gabríel var svo sáttur við að vera hjá henni. Greinilega spennandi að fá að vera þarna með Sylvíu og vinkonu hennar uppi á vist.. Saddur af poppi var hann sáttur :)

Hann er reyndar agalegur mömmustrákur þessa dagana. Reynir hitt og þetta en er svo lítill í sér. Það var hreinræktuð óþægð í gangi í gær. Og enn sem fyrr komst hann ekki upp með það við mömmu sína. Kom heldur lúpulegur fram, og lofaði að vera góður. Sem hann auðvitað stóð svo við. Hann má eiga það þessi elska. Stendur við orð sín.

Okkur er farið að hlakka til helgarinnar. Ætlum að knúsast og kúrast og baka piparkökur, skreyta með glassúr, kannski setja upp eina jólaseríu, föndra jólakort og vera bara við tvö. Búið að vera svo mikið í gangi undanfarið að við höfum átt lítinn tíma saman, bara við tvö. Og ég finn það hjá honum að hann er alveg farinn að rukka mig.
Núna hlakkar manni bara til desember, jólasnjór, jólalög, jólakakó, fara í Vogafjósið og hitta jólasveina, skreyta, laufabrauð, kerti, svo margt margt margt :) - jólabarnið í mér alveg að fara hamförum, sonur á eftir að fíla þetta líka - jólabarnið sjálft :)

mánudagur, nóvember 12, 2007

Ömurlegt...

ég er gráti næst. Var að borga leigusala no 1 leigu fyrir nóvember... hann að sjálfsögðu lofar öllu fögru um að borga til baka ef hann fær leigjanda inn í mánuðinum, en þar sem hann er ekki einu sinni maður til að svara tölvupósti og símtölum frá manni þá treysti ég því nú ekki fyrr en ég sé það . bara því ég tilkynnti ekki flutning á pappír...
~ Munið það mýsnar mínar - hafa allt skriflegt ALLT!!!

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

"setja upp brosið og halda áfram"


já það er bara best að gera það. Þýðir nokkuð annað. Jú maður getur verið svo helvíti heimskur stundum, eða kannski bara of mikið að gera og of mikið álag til að maður hafi yfirsýn á allt. Allavega þá er ég í smá veseni með fyrrverandi leigusala. Veit ekki hvernig það fer, en vonandi á besta veg, svo allir megi sáttir una og geymt með hinu liðna.

SL helgi var hreint út sagt snilld. Fór á tónleika með Ljótu Hálfvitunum. Við Íris sem vinnur með mér skomberuðum niðureftir, og ætluðum nú að vera dulegar og fá okkur eina til tvær kollur, ekkert meir. Talning daginn eftir... En nei.. spakur maður sagði eitt sinn að bestu fylleríin væru þau óvæntu og óplönuðu. Ég er alveg sammála honum í því. Allavega hafði ég ekki sofið mikið þegar ég hringdi á taxa kl 8 laugardagsmorgun til að fara í vinnu og telja búðina mína.

þá um daginn var mikið um skipuleggingar því um kvölidð var haldið á Grímuball hjá Skvísunum. Skvísurnar eru grúbba af dagmömmum sem halda grímuball fyrir vini og vandamenn árlega. Ein þeirra er gift ejsingi og hann er alltaf svo umhugað um singleness okkar Írisar að hann heimtaði að við kæmum með og auðvitað viljum við ekki valda manninum vonbrigðum. Enda eru þau hjónin með eindæmum hress og skemmtileg. Gunni hafði keypt fyrir mig bleika vænig og fiðrildaspöng. Íris fór sem Ali G inda House. Við vorum flottar!
En samt ekkert gert af sér það kvöldið ;)

Svo tók súbbinn minn upp á því að deyja, ónýtur startari. Neitaði að fara í gang í gærmorgun. Fékk Sigga tæknimann með mér í lið að draga hann í gang í gær eftir vinnu og brenndum við Gabríel í sveitina. Mamma lánaði mér sinn bíl á meðan.
Takk elsku mamma, og takk elsku pabbi!!

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

tíminn flýgur...

og það er barasta aftur að koma helgi... Jú okkur líður stórvel í nýju íbúðinni okkar. Gabríel er hæst ánægður með þetta allt saman - kemur öllu dótinu fyrir, bílum, kubbum, böngsum og fleiri bílum ásamt bílateppi og svo miklu meira dóti - þetta barn á svo mikið af dóti.
Auk þess sem það fylgdi sófi með - og miklu flottara glerborð í stofunna. Svo núna er hægt að fá gesti skammlaust - hægt að bjóða til sætis :) - (hint hint)
Nágrannar eru fyrirferðameiri en í Tjarnarlundinum. Kannski er bara hlóðbærara í þessari blokk, hún er talsvert þreyttari en hin.
Ég er búin að þrífa tjarnarlundinn, og ganga frá þar. Búið að vera mikið að gera - maður hefur varla slappað af síðan einhvern tímann fyrir Búdapest og er ég alveg að finna fyrir því núna, útkeyrð, og það er bara fimmtudagur.
Auk þess sem það er talning á laugardag... mæting 8...

laugardagur, október 27, 2007

Góðan daginn


Við erum að pakka - flytjum á morgun!

föstudagur, október 26, 2007

Búdapest.


Jæja er ekki kominn tími á smá blogg. Ég er ekki að ná að finna tíma til að setjast niður segja frá. En ferðin gekk vel í alla staði.

Fengum reyndar sms og hringingar og tölvupósta frá strákunum þess eðlis að það hafi ekki verið selt áfengi um borð í vélinni sem flaug út á fimmtudaginn (fyrra hollið) og við skildum endilega birgja okkur upp af áfengi og bjór fyrir þetta 4 tíma flug. Auk þess sem það væri matur, en ekki bara samlokur eins og áður hafði komið fram í undirbúningi ferðarinnar.

Nú við eins og sannir íslendingar birgðum okkur upp af bjór og rauðu. Nú er leið á ferðina voru EJS'ingar orðnir frekar málglaðir og hressir. Okkur Írisi þótti nú heldur slæmt að drekka rautt af stútt svo við báðum um glas.. nú hin breska flugfreyja brást heldur íll við og sagði að það væri hægt að handtaka okkur fyrir að drekka um borð í vélinni.. Við Íris urðum heldur hvumsa og reyndum að skýra mál okkar.. sú breska var rokin, í fússi, pirruð og farin að langa til að komast heim.

Síðar í fluginu þá kemur í hátalaranum "I don't know where you got the information that we didn't serve alcohol on board this aircraft but I assure you we got plenty, and you are not allowed to drink your own, that could lead to your arrest"

Það sprakk allt úr hlátri..

Bjarni sölustjóri tók þann pólinn að ef einhver ætti að verða handtekinn þá yrði það hann fyrir hönd starfsmanna EJS - mjög göfugmannlegt af honum.

Nú er við komum út, hress og fersk þá biðu Akureyringarnir eftir okkur hinum norðanfólkinu á hótelinu okkar. Þau voru orðin syngjandi full í orðsins fyllstu enda stóðu í kringum píanóið í lobbýinu og sungu íslensk drykkjulög og ýmis Sálarlög..

Var haldið á írskan pöbb í framhaldi af því - geggjað gaman og þokkalega tekið á því!!

Árshátíðin var STÓRKOSTLEG! Ekkert annað hægt að segja. Haldin í sögulegu húsi við Hetjutorgið og var stórglæsileg. Ungverjarnir héldu okkur þessa þvílíku veislu. Allt var frábært í alla staði. Flugeldasýning, frábær matur, lifandi tónlist, bæði við borðhald og dans á eftir.

Búdapest er frábær borg. Margt svo gamalt og borgin falleg. Gengum um gamla bæinn, göngugötuna, niður að Dóná bæði sunnudaginn og mánudaginn. Rosalega fallegt útsýni og falleg borg!
Tók nokkuð af myndum, setti þær inn á flickr síðuna mína.

mánudagur, október 22, 2007

Búdapest var snilld


Nú er bara að hrökklast heim í bíl en sem beturfer ekki að keyra!

föstudagur, október 19, 2007

Sætasti strákur í heimi


Og er svo duglegur í passi meðan mamma fer til Búdapest. :-)

miðvikudagur, október 17, 2007

Búdapest nálgast !!!


jámmm - Loksins er þetta að koma hjá okkur!!! Sonur var í sveitinni út vikuna sl og ég fór uppeftir á föstudeginum. Var í hreinni afslöppun. Ekkert að hanga á netinu eða vaka eitthvað frameftir, bara hafa það náðugt.

Hlakka svo til þegar rollur koma í hús - til að geta farið og gefið, verið innan um skepnurnar, hefur svo góð áhrif á mann.

Nú - á morgun fer ég svo með soninn aftur í sveitina. Hann fær frí á leikskólanum á föstudaginn. Við Íris ætlum að brenna suður á morgun. Gistum á hótel loftleiðum - íris á svo góða vildarpunkta - ég borga í víni til baka.
En við skvísurnar verðum á EJS Auris. Getum leikið okkur í bænum og farið í rólegheitunum upp á völl.

Flogið út á föstudag - seinna holl EJS. Árshátíð laugardag. Verslað sunnudag :p - jólagjafir bebí!!! og heim á mánudagskvöldið.

þetta verður bara snilld!!!!
sendi kannski mms myndir á bloggið so stay tuned!!!

miðvikudagur, október 10, 2007

Sonur í sveit..

var að koma inn.. grenjandi rigning úti - var með rúðuþurrkurnar á no 2 alla leið. Sonur var með 38° þegar hann vaknaði í dag svo það var útilokað að hann færi í skólann á morgun og ég hreinlega er ekki með samvisku í að vera meira heima. Þó svo að auðvitað á ég ekki að hugsa þannig en ég er bara svona gerð. Hann er líka alltaf velkominn í sveitina. Það er ómetanlegt að eiga góða að þegar svona ber að. Vona bara að ahann hressist og komi heim á morgun. Sakna hans strax...

ekki allt með sældinni tekið...

sonur var með 38°gráður í gær ... ég var ekkert rosalega ánægð við að sjá það. Við vöknuðum 7 í morgun, mældum og þá hitalaus.. vona núna að þetta haldist svona. Reyndar er einhver bölvuð útferð úr augunum hans í dag, sem ég hef ekki hugmynd um hvað er og af hverju er að koma núna.
Fór í vinnuna milli 5 og 6 í gær. Var fínt að komast aðeins út. Nóg að gera.
Og núna er ég að drekka það bragðlausasta kaffi ever.. hvernig gat ég klikkað í morgun brugginu í dag??

þriðjudagur, október 09, 2007

Nokkuð til í þessu:

Mömmur:
4 ára = Mamma mín getur allt.
8 ára = Mamma mín veit heilmikið.
12 ára = Mamma mín skilur ekki neitt.
14 ára = Að sjálfsögðu veit mamma mín ekki neitt um þetta frekar en annað.
16 ára = Mamma mín er ótrúlega gamaldags.
18 ára = Mamma mín er orðin svo gömul að hún veit ekkert um hvað lífið snýst í raunog veru.
25 ára = Mamma gæti nú vitað hvað ég ætti að gera.......
35 ára = Við skulum tala við mömmu áður en við ákveðum hvað við gerum.
45 ára = Hvað ætli mömmu finnist um þetta?
65 ára = Ég vildi óska að ég gæti rætt um þetta við mömmu......

4 kommur og bleyjulaus

jæja - þá vona ég að þetta sé síðasta skiptið í veikindum í bili. Hæsi og hiti er búið að vera að bögga litla manninn minn og erum við heima..
Við áttum snilldar helgi hreint út sagt. Gistum í Fellshlíð í góðu yfirlæti á laugardagskvöldinu. Alltaf gott að koma þangað. Gabríel alveg fílar sig í botn þar. Blíða er hins vegar ekki alveg hrifin af honum, finnst hann bara leiðinlegur. hehe - hann er á ærslaaldrinum.
Við eldra fólkið létum fara vel um okkur þegar hann var sofnaður með rautt og bjór. Við Anna böbluðum frameftir og þegar Cornellinn var settur í þá lét Hermann sig hverfa.. I wonder why..
Þar sem Dóan okkar var fjarri öllu gamni þá hringdi hún í okkur - og við fórum að hlakka mikið til jólanna þegar við allar ætlum að hittast í Fellshlíð. Þá er einmitt spurning um hvort ég fái ekki bara gistingu handa syninum í afahúsum.
Sunnudagurinn var góður. Fórum í sveitina og sonur tók miðdegislúrinn sinn þar. Hann varð hissa þegar hann vaknaði og sá langömmu sína og langafa. Hann dró langömmu sína inn í herbergi og lokaði. Vildi eiga hana alveg einn útaf fyrir sig. Sýndi henni dótið sitt go bækurnar. Hann fór með afa sínum í "afabíla", og þeir fóru í búðina. Honum finnst rosa gaman að fara bara einn með afa sínum. Og kom heim með bíla..
Núna er hann í stofunni - bleyjulaus. Hann lofar öllu fögru um að láta mig vita þegar hann þarf að pissa. það verður bara að koma í ljós. En hann tók frumkvæðið í að fara í brók og sleppa bleyju !
óskið okkur góðs gengis :)
Steik hjá pabba - alltaf gott að borða þar :)

laugardagur, október 06, 2007

Skál



"þið eruð klikkaðar"




Skál Dóa



fimmtudagur, október 04, 2007

Vikan liðin..

allt í einu kominn fimmtudagur. Og lífið er bara yndislegt. Í fyrsta skipti síðan ég skildi settist ég áhyggjulaus fyrir framan heimabankann og borgaði reikiningana mína með brosi á vör. Þetta var góð tilfinning. En þessi áfangi hefði aldrei náðst án elskulegra foreldra minna og afa og ömmu. Þau eru búin að vera mér svo mikil stoð og stytta. Gleymi nú ekki syni mínum, hef alltaf sagt að hlutirnir gengu aldrei svona vel hef hann væri ekki svona duglegur og yndislegur.

sunnudagur, september 30, 2007

helgin búin.


já og hún var nú frekar tíðindasnauð. Plön breytast - getur alltaf komið fyrir. En allavega var ég að vinna á laugardaginn og Gabríel var hjá pabba sínum á meðan. Gekk held ég bara ágætlega nema sonur vildi ekki sofa. Hann var því þreyttur og í "nei" skapi þegar hann kom heim. Það var nákvæmlega ekkert að gera í vinnunni á laugardaginn.

Í dag vorum við vöknuð um átta og komin á ról. Hann naut þess að vera heima go horfa á Pingu.. Þar sem Tinkívinkí, Itchy, Lala og Pó eru ekki á rúv eða skjánum þá lætur hann sér nægja Pingu.

Fengum okkur bæði blund eftir hádegið. Vaknaði nokkrum sinnum í nótt við skemmtileg sms, svo var dulítið sybbin.

Fengum okkur rúnt í Jólahúsið eftir blundinn okkar. Ég nýt þess svo að fara þangað. Gabríel elskar staðinn, jólabarnið í okkur báðum ;) - hvern skyldi gruna það haha !! Hann meira að segja kyssir einn snjókallinn bless í kveðjuskyni þessi yndislegi strákur minn.

Svo er íbúðarmálum reddað í bili.. Pabbi þekkir mann sem er að missa leigjanda út núna mánaðarmót okt nóv :) og ég mun taka við þeirri íbúð :) hún er hér í lundunum líka sem betur fer - enda íbúð sem þýðir stærri en á sömu kjörum !! ég er svo sæl með þetta ! Ætla að skrá mig í Búseta á mánudaginn (morgun) en það gæti alveg eins verið löng bið á íbúð frá þeim. Svo ég tek enga sénsa með þessa hér.

Þannig helgin stutt en góð.

laugardagur, september 29, 2007

laugardagar til leti ...??

ó nei ekki á mínu heimili. Sonur vaknaður á sínum venjulega tíma - milli sjö og átta. Samt merkielga rólegur á því, naut þess að hafa mömmsuna sína heima og kúra í mömmubóli, horfa á barnaefnið þar inni. Hann var á því að við myndum eyða deginum saman. En svo svo sá hann mig fara í sturtu og gera mig klára eins og á virkum degi. Þá kom í honum "ligggikki skólann" (vil ekki skólann) ég fór að skýra út fyrir honum að ég færi að vinna en hann myndi hitta pabba sinn á meðan. Hann fór þá að tala um að fara í bílinn, fara til afa og ömmu, fara í sund. Hann vildi eiga mig í dag. En þegar ég fór að skýra betur fyrir honum þetta með vinnuna og pabba hans þá varð hann sáttur, og fór að taka til fullt af bílum til að hafa með. Þá byrjaði ballið með að skýra út fyrir honum að hann færi ekki alveg strax.. þyrfti að bíða - en svona litlir menn geta ekki beðið.. Fór ég með hann inn í eldhús og sýndi honum klukkuna. (hann er þegar byrjaður að benda á klukkuna og spyrja "hvað er klukkan mamma" )
Ok ég benti honum á litla vísirinn og sagði honum að þegar hann yrði kominn á töluna 10 og bendi á 10 þá myndum við fara. (klukkan var 9)
Svo kom hann alltaf reglulega og kíkti áklukkuna til að sjá hvar vísirinn væri... mikið gaman að þessum snillingi mínum :)
Allavega hann er með pabba sinum í dag og vona að hann njóti þess.

fimmtudagur, september 27, 2007

í föstum skorðum

sonur kominn heim, hess og kátur að vanda. Sótti hann á þriðjudaginn og fékk að hafa hann inni á miðvikudag í skólaum. Leigusalinn minn er að fara að setja íbúðina á sölu... svo enn og aftur fæ ég að kenna á einhverju sem ég fæ bara ekki ráðið við. Losa mig við bílinn og húsaleigubætur detta niður... losa mig við euroskuld og íbúðin er seld.. mér finnst þetta vera komið gott. takk ekki meir!! "what doesnt kill u only makes u stronger" - hell hvað ég verð orðin sterk kona í restina!! - fæ sennilegast hár á bringuna ef þessu heldur áfram..
Samt er gaman að vera til í dag.
Jákvæðir hlutir gerast hjá þeim sem hugsa jákvætt.

mánudagur, september 24, 2007

Skítaveður...

það er skítaveður úti ...
-varð að deila því með ykkur....

músin mín enn veik

já ég kom ein heim í gær. Knúsin mín er enn lasinn. Er hjá afa sínum og ömmu í góðu yfirlæti. Mér finnst alltaf jafn skrýtið að vera ein heima án hans. Er eitthvað svo tómlegt.

Hef mikið verið að spukulera í hlutunum. Spá, velta fyrir mér á allan hátt. Alltaf kem ég á sömu niðurstöðu; samband Nei Takk. Vil bara lifa lífinu í augnablikinu og njóta þess að vera til. Njóta þess að vera heima hjá Gabríel.
~

laugardagur, september 22, 2007

í mývó

á laugardagskvöldi og hef það næs. Með kaldan bjór, tölvuna mína, fulla af alls kyns þáttum, er að horfa á Charmed atm..
Gabríel er lasinn. og ég meina LASINN. Ég vona bara að hann verði orðinn góður fyrir mánudag en so far er ég ekki viss um að það náist. Ef hann hefði verið svona lasinn á Cornell helginni þá hefði ég flogið heim til að vera hjá honum. Sat með hann í allan dag. Og greyið var ekki einu sinni að ná að sofa.
En sem betur fer sofnaði hann vel í kvöld og vonandi sefur hann í alla nótt.
eníveis - allt í góðu hér. Vildi ekki vera annarsstaðar tbh... :)
Eigið góða helgi elskurnar mínar...

föstudagur, september 21, 2007

Ný lína...

______________________
og hér með dreg ég nýja línu í mínu lífi....
Ég kláraði að opna fyrir þær tilfinningar og sárindi sem ég hef og hafði byrgt inni síðan í sl desember. Ég sagði mínum fyrrverandi alveg hvernig mér leið, líður og hafði liðið. Hlutir sem ég hafði setið með og setið á alla þessa mánuði.
Ég vona að hann nái að skilja og virða það sem ég hef sagt honum, að hann virði mig, komi á móts við mig svo við getum átt heilbrigð og eðlileg samskipti Gabríels vegna. Ég er búin að hreinsa fyrir mínum dyrum. Og núna er ekkert nema horfa framávið og hlakka til nýrra og spennandi hluta í lífinu!

fimmtudagur, september 20, 2007

Fjör á Fásk

af Vísir.is:
"Mikil lögregluaðgerð á Fáskrúðsfirði

Mikil lögregluaðgerð stendur nú yfir á Fáskrúðsfirði eftir að skúta kom þar til hafnar snemma í morgun. Hennar beið aðkomubíll á bryggjunni, en að sögn sjónarvotta eystra var ökumaður hans handtekinn og settur í járn. Bryggjan var rýmd kl. 6 í morgun og hefur engum verið hleypt inn á hafnarsvæðið síðan.
Síðan fór fjölmennt lið sérsveitarmanna og tollara um borð í skútuna og var hún flutt utan á varðskip, sem kom til Fáskrúðsfjarðar snemma í morgun í tengslum við aðgerðina. Þá hafa kafarar kafað í höfnina þar sem skútan var fyrst.
Lögregla heldur heimamönnum frá vettvangi þannig að ekki liggur fyrir hvers lensk skútan er eða hvort fleiri hafa verið handteknir, og þaðan af síður af hverju þessi aðgerð er í gangi, því allir opinberir aðilar, sem að málinu koma, verjast allra frétta.
Birgir Kristmundsson kranastjóri hjá Loðnuvinnslunni segir í samtali við Vísi að þegar hann mætti til vinnu sinnar við höfnina klukkan sex í morgun hafi honum verið vísað frá svæðinu. "Það var þarna fullt af ómerktum lögreglubílum og mannskap í kringum þessa skútu," segir Birgir. Hann vissi ekki hvers lensk skútan er þar sem engin flögg hefðu verið á henni.
Gúmmíbátur frá varðskipinu er kominn út á fjörðin og virðast menn vera að leita að einhverju sem hugsanlega hefur verið hent frá borði á skútunni
"
~ náttla þegar maður er fluttur gerist eitthvað...

miðvikudagur, september 19, 2007

Félagslíf....

óska eftir félagslífi.... vinsamlegast hafið samband við mig.

Fann þennann í gömlum pósti...

Kona nokkur kemur inn í apótek og biður um Arsenik.
"Og hvað ætlarðu að gera við það ?"spyr apótekarinn.
"Ég ætla að gefa manninum mínum það því hann er byrjaður að halda fram hjá mér".
"Ég get ekki selt þér Arsenik til þess",segir apótekarinn "jafnvel þó hann sé fari nn að halda fram hjá þér."
Þá dregur konan upp mynd af manninum sínum í miðjum samförum við konu apótekarans. "Ó"segir apótekarinn"ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú værir með lyfseðil "!!!!!!!!!!!!
~ klassískur

Hillur..

vinkona mín fann hilluna sína. Ég öfunda hana af því. Ég hélt ég hefði fundið mína hillu, en svo reyndist raunin ekki vera. Henni var stolið all harkalega af mér. Og í þessari stöðu sem ég er í núna er ég ekki viss um að þetta sé hillan mín. Ég sé mig einhvern veginn ekki í anda svona eftir 20 ár. Mér líður eins og þetta sé millibilsástand hjá okkur mæðginum. Ég er ákveðin í að fara í skóla, ég vil kaupa mér íbúð, en málið er vil ég vera á Akureyri í framtíðinni (ekki Reykjavík svo við séum með það á hreinu) eða vil ég búa erlendis?? það er svo margt sem lífið hefur uppá að bjóða og þó svo barn sé í myndinni þá er það ekkert til að stoppa mann!

þriðjudagur, september 18, 2007

sokkabuxur

jamm - í morgun tróð ég litla barninu mínu í sokkabuxur - húfu og alles klar.. stigum út í bíl og vá - á vegg!! 7 stiga hiti úti!
Sit í vinnunni, gott veður, sól smá vindur. Kaffibrennslulyktin læðist inn hjá okkur. Minnir mig svo á þegar maður var lítill og kom í bæjarferð með mömmu og pabba. Man hvað mér fannst frábært að koma hingað og finna lyktina. Spes lykt hérna. Eins og New York er með spes lykt og Washington DC líka
- mér finnst ekki góð lykt í Reykjavík...
Í gamla daga komum við mamma með rútu til Ak fyrir jólin. Verslunnarleiðangur. Dagsferð. Man hvað mér fannst þetta frábærir dagar. Man þegar mamma keypti handa mér bláa dúnúlpu - fékk ekki Millet, en þessi var alveg eins góð. Og í sömu ferð gaf mamma mér Madonnuplötuna "who's that girl" vá ég man hvað ég fannst ég vera heppin.
- hef alltaf átt yndslegustu foreldra í heimi! Vonandi næ ég að skapa sömu eða samskonar minningar hjá syni mínum....

mánudagur, september 17, 2007

"Lambhúshetta"

oki - stafsetningarvilla í póstinum hér að neðan... og þegar ég gúgglaði "lambhúshetta" fæ ég þessa slóð upp : http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5357 "Af hverju heitir lambhúshetta þessu nafni?"
Þar td stendur: "Önnur hetta svipuð venjulegu lambhúshettunni er mývatnshettan. Hún er þó að því leyti frábrugðin að hún er með hökustalli og breiðum kraga sem fellur niður á herðar og axlir og er þess vegna miklu skjólbetri. Mývatnshettan var notuð í Eyjafjarðar-, Þingeyjar- og Múlasýslum en lítið annars staðar."
- merkilegt....

eitthvað ....

týpískur mánudagur í fólki í dag. Fólk er frekt, úrillt, því er kallt, og það er blankt. Og þetta á allt við um mig líka. Hristi það af þegar ég hitti soninn eftir vinnu. Maður er barasta ekki sáttu á að það sé kominn vetur. Ekki haust, við fáum ekki haust hérna fyrir norðan, við sleppum haustinu, regninu, og fáum bara snjó, rok, frost og snjó. Meira að segja sonur fór í skóna sína í morgun sem hann hefur ekki viljað fara í; loðfóðraðir skór, nýjir sem afi hans gaf honum. En þegar kuldaboli bítur í bossann þá er sko ekki málið að fara í skóna, og það sem meira er - setja upp lambúshettan sett upp - sem hann vildi ekki fyrir sitt litla líf setja upp um daginn..

miðvikudagur, september 12, 2007

snjór...

það er snjór í fjallinu...

sunnudagur, september 09, 2007

Chris Cornell


og þá eru tónleikarnir búnir, og þvílík snilld þeir voru! Cornellinn er bara snilld, og þeir sem spila með honum eru snillingar. Þetta var ógleymanleg stund, sem var þess virði að bíða eftir. Þökk sé símatækni þá gat maður tekið myndir, vídeó, og horft á heima á eftir og upplifað tónleikana aftur. Þessa mynd tók ég. Einnig var ég með Dóuna mína í símanum á góðum stundum, þar sem hún var fjarri öllu gamni í Amsterdam. Anna var með Elvu í símanum líka - þar sem hún er í Danaveldinu.
~

Já alveg snilldarstund sem við áttum þarna og lifi á þessu lengi.

laugardagur, september 08, 2007

To Gabríel, thanks


Chris Cornell

Chris Cornell ~ Að árita




sápustykki...

ok þar kom að því að ég gerðist sápustykki. Þetta var bara orðið of mikið, of hratt, of snemma. Ég er stelpa ný komin úr sambandi til 10 ára, og er að njóta lífsins með syni mínum. Opnum huga fyrir nýjum vinum en ekki einhverju sem festir mig niður og bindur báða fætur og hendur saman á einn stað. Hann tók of fast um mig og mínar tilfinningar og ég "blúbb" skaust upp í loftið og flaug í burtu...
Er í Reykjavík, er að fara á Chris Cornell, fékk mér öl í gær og er með loðna tungu núna..

miðvikudagur, september 05, 2007

Til hamingju Jóhanna!!

Besta vinkona, til hamingju með þetta allt saman!!!

auðvitað..

er snilldar veður núna þar sem þetta er sennilegast síðasti dagurinn í veikindum. Var að borga reikn sem er aldrei gaman. Skyggði aðeins á sólina.
Helvítis vísakortið er enn með stæla, alveg sama hvað maður borgar af þessu drasli skuldin á því minnkar aldrei.
Reykjavík um helgina, hlakka til. Vona að ég hitti gellurnar í saumó - þær eru svo hressar og skemmtilegar!

þriðjudagur, september 04, 2007

heima í dag..

lasin með lasin son. Ekki gott. Er að stressa mig út af vinnunni, helginni, syninum, Dalvíkinni, tónleikunum, allt of mikið að gera en ég er lasin.. ekki tími til að vera lasin... ekki gott.
Ætlaði að fá frí nk föstudag, er ekki komið í ljós enn og er ekkert kát yfir að vera ekki í vinnu til að vinna upp föstudaginn....
en þetta reddast...