þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Bbrrrrrrr
Það er ógeðslega kalt úti núna!! Þegar ég var að fara að sofa í nótt, þá skildi ég ekkert í af hverju það hitnaði ekkert í húsinu. Þá heyrði ég skell, - Jóhanna ekki panica - það er góður draugur í þessu húsi - en skellurinn var vegna þess að glugginn í þvottahúsinu hafði opnast í rokinu. Ok ég lokaði honum, og aðeins hlýnar, en ekki eins og ég hafði búist við - rann í ljós að ofnarnir eru fullir af vatni - þannig að þeir ná ekki að hitna - svo í dag þegar ég kem heim þá verð ég að setjast við alla ofna til að hleypa vatni af þeim!!!

Sem betur fer á ég yndislega mömmu og pabba - þau áttu auka útigalla og sendu mér hann!! Frostið hérna er hryllilegt þegar það nær niður í -10°C og það í roki!!! Varla hundi út sigandi í þessu - Kítara greyið neyðist til að fara út til að gera þarfir sínar, en hún er ekkert að eyða tíma úti - henni líkar þetta alls ekki.

Engin ummæli: