mánudagur, febrúar 16, 2004

Varð virkilega brjáluð í dag..
Nákvæmleg á mínútunni eitt (13:00) og við krakkarnir öll mætt í gallana og Matthías tilbúinn, vorum bara að bíða eftir Zolt, stuðningsfulltrúanum hans, og tilbúin til að fara að renna okkur, þegar hann mætir og segist ekki ætla að vinna einn dag í viðbót fyrr en hann fær útborgað!! Hann gat ekki hringt með fyrirvara og látið mig vita svo ég gæti fengið afleysingamanneskju fyrir hann fyrir Matthías!! Matthías þarf fulla handleiðslu í göngu, og gengur hægt. Hann á virkilega erfitt með að hreyfa sig. Og að vera með önnur börn sem fara hratt yfir þá er ekki hægt fyrir eina manneskju að fara með þau öll í einu og halda hópinn í brekkuna sem snjórinn er! Mér finnst þetta vera svo lágkúrulegt og virðingarleysi gagnvart bæði Matthíasi og mér að koma svona fram. Jú ég skil hann ósköp vel að vilja ekki vinna þegar hann er ekki búinn að fá útborgað - en hann getur líka sjálfum sér um kennt, hann er ekki með atvinnuleyfi nema í Loðnuvinnslunni og hætti þar bara sí svona!! Og hreppurinn er að vinna í þessum málum fyrir hann. Ég varð bara svo reið að ég átti ekki til orð!!

Engin ummæli: