Helgin.
Annars var helgin róleg að vanda. Fór til Hafdísar á föstudagskv. og sat þar í góðu yfirlæti og kjaftaði til að verða þrjú. Laugardagurinn fór í labbó með Kítöur, Hafdísi og Jeltsín. Lærði svo slatta, og horfði á Mystic River og Gothika. Setti þær á vídeóspólur til að senda til Hjölla.
Og vatnið kom aftur, með enn meiri krafti en áður, ég var svo happy - málið er að það fraus í leiðslunum sem liggja upp í eldhúsvaskinn, og þar kom ekkert vatn! Þetta náði að gerast þessar 10 mín sem var rafmagnslaust á fimmtudaginn. Þannig að núna verð ég að vera með opið inn í kaldasta hluta hússins, sem er geymslan, og láta hitann jafnast út. Sem ég og gerði á föstudaginn, ég hækkaði bara hitann á húsinu á meðan, og allt í keiinu núna :)
Sunnudagurinn var eins, var með Sex and the City maraþon og horfði á 2 seríur, auk þess sem ég setti þær á spólur þar sem ég verð að fara að losa upp pláss á tölvunum.
Í dag er svo mánudagur, og það er snjókoma úti, allt undir snjó þegar ég fór út í morgun með tíkina. Sem betur fer hafði ég bílinn hinum megin við götuna svo hann er ekki "mokaður" inni :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli