Hrollur..
ég verð að viðurkenna að þetta líkmál á Neskaupstað er frekar ógeðslegt. Mér finnst hryllilegt að hugsa til þess að maður hafi verið stunginn, pakkaður inn í plastpoka, hlekkjaður með járnkúlum og sökkt í höfnina til þess eins að finnast ekki. Hann var að skemmta sér á Neskaupstað og fólk man þar eftir honum, og svo drepur hann einhver, og kemur svo líkinu þannig fyrir svo hann hafi tíma til að koma sér í burtu. Mér finnst þetta hreint út sagt ógeðslegt!!
Annars er vikan búin að vera viðburðarsnauð að öðru leiti. Snjórinn sem kom um helgina sl. er að fara á mettíma, rigning og rok búið að vera, og göturnar ein glæra. Ég er búin að vera löt við lærdóminn, þá aðallega náttúrufræðina, enskan er eins og hún er - no challence - í hvorugum áfanganum, núna á ég að skrfia eitt A4 blað, með 1,5 línubili, 12 punkta letri um "uppáhalds sumarfríið mitt" woahhh skildi mér takast það?? Minnir mig á ensku í barnaskólanum!! Og febrúarverkefnin í Ens403 voru kláruð á 2 tímum sl helgi!! Og íslenskan, þar er ég að silast áfram við að lesa Njálu - leiðinlegri bókmenntir hef ég varla lesið!!
Vinnan er enn að gera mig gráhærða. Sum barnanna, þó aðallega eitt, er afskaplega erfitt, og í gær þá var það barn bara með hortugheit og stæla, grenjaði af frekju, og reyndi allt til að vera sem erfiðastur. Það var þó lán í óláni að á miðvikudögum er hitt barnið sem er með stuðningsfulltrúa ekki í skólaselinu. Þar sem stuðningsfulltrúinn talar sama og enga íslensku þá kemur það í minn hlut að sinna duttlungum þess barns og taka við frekjuköstunum og skapofsanum sem fylgir því barni. Og með þessi tvö börn þá fá hin minni athygli og aðstoð. Er skrýtið að ég sé búin á því eftir daginn?? Og varla meiki að fara í skólann, vil bara koma heim, setjast og fá mér smók, og vera ekki til í smá stund??
Svo er það heimilislífið. Hjölli ætlar að taka allavega eina grúbbu í viðbót, sem eru 6 vikur, þá er hann ekki væntanlegur í fyrsta lagi heim fyrr en í Apríl. Það er að koma yfir mig á þessum þreyttu tímum, blönku tímum, er ofsaleg reiði í hans garð. Allt sem er að í peningamálum og öllu er honum að kenna, og alltaf kem ég að þessari hugsun "hvernig gat hann horft framan í mig á flugvellinum 11. nóv. sagst elska mig og gera svo það sem hann gerði"?? Ég verð svo reið þegar ég hugsa til alls þess sem hann er að leggja á mig, með þessu ævintýri hans, þó að ég myndi slíta þessu núna hefði hann samt náð að gera mér þetta, og ekki bað ég um það.
Og það er bara einn al-anon fundur hérna á austurlandi, hann er á Eskifirði kl 18:00 á fimmtudögum -semst stangast fullkomlega á við skólann!! Ég ætla samt að fara, ekki í kvöld því það er mikilvægur tími - próf í ísl, en í næstu viku ætla ég að fara, ég verð að losa mig við þessa reiði, þó mig langi einna helst til að demba því öllu á hann, því hann er jú sá sem á sök á því.
En nóg um þetta. Kítara er yndisleg eins og alltaf. Tek eftir dagamun í þroska hjá henni. Og alltaf fagnar hún nýjum degi innilega og er ótrúlega lífsglöð. Hún gefur mér ótrúlegan kraft, og er mikil hjálp á þessum erfiðu tímum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli