Snjór, snjór og aftur snjór!!
Ekki nóg með það að það sé stormviðvörun í gangi - heldur þá var ekki svefnfriður fyrir þessu óféti í nótt. Vaknaði hvað eftir annað við lætin í veðrinu. Og þegar ég vaknaði í morgun var ógisslegt veður úti. En ekki samt svo að skólinn var í fullum gangi. Fór samt ekki út með tíkina í morgun, og hún var heldur ekkert að kvarta yfir því. Klæddi mig eins og fólk orðaði það "eins og ég væri að fara á Norðurpólinn" þegar ég fór í vinnuna. Sá tími var það skemmtilegasta í dag. Fullt af snjótroðningum og sköflum alls staðar, og mér finnst ógurlega gaman að leika mér í svoleiðis á bílnum mínum, sem fer allt!!
Annars var dagurinn viðburðarsnauður. Og ég ætla að skrópa í skólanum í kvöld. Bara einn tími - enska, og ég hef ekkert að gera þar í kvöld og ég hreinlega nenni ekki að klæða mig í útigallann, dröslast upp í skóla til að sitja þar aðgerðarlaus í klukkutíma - waste of time and energy!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli