Lítið að gerast..
Alveg afskaplega lítið að gerast hjá mér þessa dagana. Það bara snjóar úti, lærdómurinn ok, vinnan like usual (see prev. entries) tíkin alltaf jafn hamingjusöm. Og ég vildi óska að þeir á FM hættu að spila nýju útgáfna af Comfortably Numb, sem er hrein nauðgun á gamla laginu.
En í dag er föstudagur. Hef hugsað mér að klára af þessi fáu litlu enskuverkefni sem ég fékk í vikunni í ens403, og lesa Njálu, og leika mér í Morrowind. Hef ekki spilað þann leik síðan einhverntímann í nóvember.
Heyrði í Hjölla í vikunni. Hann ætlar að taka auka grúbbu sem er 6 vikur, þe ætlar allavega að taka eina grúbbu, kannski tvær. Svo hans er ekki von fyrr en í fyrsta lagi 6.april.
Veit ekki hvernig það fer með mínar fyrirætlanir um að fara suður. En ég er farin að þrá það að komast suður. En þar til að gerist verð ég bara að sitja kyrr á rassinum og blogga, msnast og láta mig dreyma....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli