miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Öskudagur!
Og ég mætti í vinnu í morgun, (eftir að hafa klárað eitt stk Njáluverkefni!!) tók til matinn handa krökkunum, og fór í selið. Þangað komu svo eitt tígrísdýr, beinagrind og að ég held einhver gerð af blóðsugu, allavega með blóðtauma niður eftir andlitinu, kannski bara lík? hann var allavega líklegur hahahahaha!!

En þetta var bara gaman að sjá þau, þau höfðu nú ekki mikla lyst þar sem þau höfðu slegið köttinn úr tunnunni og borðað fullt af nammi fyrir hádegi. Ég fékk þau nú samt með smá fortölum að borða fiskinn sem var í matinn. Sendi þau svo aftur upp í skóla til að fara í skrúðgönguna um bæinn til að sanka að sér meira nammi.

Við Kítara fórum í heldur betur góðan labbó eftir vinnu. Fórum fyrst í okkar eigin labbó, hittum svo Hafdísi og fórum í fjallgöngu með henni og Jeltsín. Þá var nú gott að vera búin að fá gallann frá mömmu því það er enn ógeðslega kalt úti og geggjað rok!!

En þar sem ég nýtti tímann á meðan krakkarnir voru í nammileiðangri í dag í að læra þá er kvöldið alveg laust og ég er að spá í að fá mér pizzu (búðarpizzu) í tilefni dagsins og hafa það náðugt fyrir framan imbann.

later.....

Engin ummæli: