sunnudagur, febrúar 15, 2004

Góður dagur í dag!
Vöknuðum hressar og ferskar í morgun, og ég byrjaði á verkefni úr Náttúrufræði um Oort ský. Brilliant veður úti, og við drifum okkur út í bíl með frisbee diskinn okkar, keyrðum út fyrir bæinn og skemmtum okkur konunglega. Komum síðan báðar drullugar upp fyrir haus og malla heim aftur sælar með túrinn. Ég semst varð að segja öll fötin mín í þvott, setti hana í bað og fór svo sjálf í sturtu. En það vel þess virði, veðrið snilld og alveg ótrúlegt að það er bara vika síðan að allt var á kafi í snjó. Ég greip myndavélina með líka núna, og tók nokkrar myndir af uppáhaldinu mínu. Og sjáið - snjórinn er næstum alllur farinn!! ég smellti myndunum að sjálfsögðu á netið: kíkið á!!

Núna er ég búin að gera þetta verkefni og er býsna ánægð með það þó ég segi sjálf frá. Auðvitað með mikilli hjálp intetrnetsins, en mér tókst að koma þessu á blað á mannamáli. Tala allir náttúrufræðingar í formúlum??

Svo er það kakósúpa í matinn með brauði sem ég bakaði í gær, og halda áfram að slaka á í rólegheitunum, Kítara er uppgefin eftir allan leikinn í dag að hún sefur bara og sefur. Svona rólegir og þægilegir eiga sunnudagar að vera!!

Engin ummæli: