föstudagur, febrúar 06, 2004

Hlutabréfin mín
ég á enn hlutabréf í Tæknival, og núna var ég að fá bréf sem segir að ég "skuli sæta innlausnar Grjóta ehf. á hluti mínum" hmm þýðir þetta að ég verði að selja þeim hlutinn minn? af hverju er þetta ekki á venjulegu mannamáli? - "þú verður að selja þeim hlutinn þinn fyrir 03. mars 2004 samkvæmt lögum" ?? Og ég fæ skitnar 10þ fyrir.. andskotinn sjálfur!!
Fékk samskonar bréf fyrir áramót um að mér bauðst ef ég vildi selja þeim hlutinn, en sá enga ástæðu fyrir því þar sem ég myndi ekkert græða á því, af hverju ekki að bíða og sjá - tapaði allavega ekkert á því, en neiiii þeir þurfa að koma með skyldu sölu á draslinu svo maður græðir ekkert!!
Fúlt!!
Ekki það að ég hafi verið neitt að vonast þannig til að græða en samt - gaman að eiga þau!

Engin ummæli: