sunnudagur, febrúar 22, 2004

Komin heim aftur
Jamms við skelltum okkur eftir vinnu á föstudaginn í sveitina. Náði að keyra næstum allt í björtu sem var góð tilbreyting. Okkur var tekið vel, og litla snúllan mín afar sæl með að hitta stóra frænda sinn, og var himinlifandi að hitta mömmu og pabba. Hún bókstaflega réðst á hurðina í Birkihrauninu þegar við komum þangað.
Sat og spjallaði frameftir við mömmu og pabba það kvöld.

Laugardaginn vöknuðum við snemma. Pabbi og Herkúles fóru á vatnið, og náðu í soðið, mmmm, glæ nýr silungur - lostæti!!
Við Kítara nýttum morguninn í að fara í frisbee og í góðan göngutúr á meðan mamma svaf. Mamma fór svo með Þórhöllu systur á jarðarför í Bárðardal eftir hádegi svo við pabbi, Herkúles og Kítara áttum rólegan dag í tölvum og afslappelsi. Og aftur var kvöldið rólegt og notalegt.

Í morgun var vaknað snemma líka (Kítara er eins og lítill krakki - allt of spennt til að sofa) og við fórum með pabba á vatnið. Allt laggt ís, rosalegt fjör hjá okkur. Sylvía og Hjörtur Smári - börn Þórhöllu komu með okkur, og voru Herkúles og Kítara hæst ánægð með að fá svona mikið af höndum til að henda fyrir sig snjókúlum. Tók fullt af myndum - þetta var æðislegt - skelli þeim inn á netið handa ykkur til að skoða fljótlega!!

Við lögðum svo af stað um hálf tvö úr sveitinni, hefði eins og alltaf getað alveg hugsað mér að vera lengur. Kítara var hins vegar alveg til í að fara heim, þó henni finnist virkilega gaman að hitta fólkið og fara svona í ferðalög þá er hún ofboðslega heimakær.
Þegar við komum heim var húsið rannsakað, og athugað hvort allt dótið væri á sínum stað - og þegar því var lokið þá lagðist hún niður og fór að sofa - og sefur enn...

Semsagt - yndisleg helgi !!!!

Engin ummæli: