Bolludagur!!
Yndislegt!! ég fékk sendar bollur frá hreppnum - semst allir starfsmenn fá bollur á bolludaginn - svo núna sit ég og gæði mér á bollum :o)
Og litla dúllan mín er í óða önn við að rífa og tæta boltana sem ég keypti handa henni áðan - hún var orðin alveg dótalaus hérna heima og það gengur hreinlega ekki - ekki það að hún skemmi neitt - heldur þá hreinlega ruslar hún til!
Og rokið kom fyrir alvöru um hádegið í dag. Krakkarnir þurftu fylgd úr skólanum og löggan kom til aðstoðar, hef aldrei lent í öðru eins! Bílrúður splundruðust og allt fór af stað! Það er enn hífandi rok, og stundum ofankoma líka - sem sagt ógeðslegt veður !!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli