sunnudagur, febrúar 08, 2004

Brilliant veður núna og meiriháttar snjór!!
Þegar við vöknuðum í morgun sá ég að það var skínandi sól úti. Reis úr rekkju og leit út og viti menn það var æðislegt að líta út. Allt á kafi í snjó og fólk allstaðar með skóflur við að ná bílum úr sköflum. Gröfur allstaðar við að hreinsa götur og krakkar með þotur.

Við skveruðum okkur út og ég greið myndavélina mína með sem ég sé ekki eftir -enda var ég snögg að koma myndunum á netið : "Snjódagurinn" endilega kíkið á hann - það var svo gaman hjá okkur, enda vorum við í 3 tíma í labbó!! Tókum hring um allan bæinn og lékum okkur í öllum sköflum sem við fundum!!

Og ég smellti inn líka myndum úr Fellshlíð þar sem hún Anna Geirlaug býr - sem er vonandi þunn í dag þar sem hún fór á þorrablótið í Mývó!! En þær eru teknar 27 des 2003 þar sem við Dóa vorum gestkomandi og áttum skemmtilega kvöldstund með Önnu!! Alveg meiriháttar kvöldstund, maturinn frábær og móttökur yndislegar! Þúsund kossar og þakkir til þeirra Önnu og Hermanns!! Lítið á!!

Engin ummæli: