miðvikudagur, september 01, 2004

Sybbin..

Svaf heldur lítið í nótt. Er sybbin núna. Ótrúlegt hvað rigningarhljóð hefur róandi og svæfandi áhrif á mig. Enda hef ég ekkert náð að gera af viti í dag.
En þar sem ég var líka svo dugleg í gær að læra C++ og náði hellings fatteríi á það þá er ég ekkert að hafa áhyggjur af framtaksleysi dagsins í dag.
Tölvan með stæla, ætlaði að defragmenta hana og þá kom hún með væl um að c drifið væri of fullt - blah - hmm og auddað voru það helv. temp fælar og norton protected bla bla - fann bara allt í einu 2 gíg sem voru lost!! Maður verður jafn happy þá og þegar maður finnur þúara í veskinu sem maður var búinn að gleyma!! Ekki halda að ég sé plásslaus - nei alls ekki - á minn 120 gíg nær lausann.... þyrfti samt að losa mig við Friends á dvd diska fljótlega..
Og það er kominn september... haustrigningin er byrjuð hérna og sennilegast stoppar hún ekkert á næstunni. Fór út með tíkina í morgun og við komum svo rennandi til baka heim að það lak af okkur (blautar í gegn)
Er að spá í að færa mig upp í lazy-boy og vera lazy.. jafnvel dotta smá yfir Stöð 2......

Engin ummæli: