föstudagur, desember 12, 2003

Danska.........
Og ég er að reyna að læra undir dönsku próf. Ég er bara svo þreytt og lúin á öllum þessum lærdómi undanfarnar 3 vikur að ég er alveg við það að gefast upp. Eini kosturinn sem ég sé er að ég er búin á mánudaginn!!! Og þá get ég sofið til tíu ef mig langar til og vakið eins lengi og lesið uppi í rúmi það sem ég vil, ekki eitthvað sjálfskipað af skólanum (Talkshow, Snorra-Edda og Laxdæla - svo eitthvað sé nefnt - þær eru fleiri!!!) Ég gæti hugsað mér að lesa ekkert annað en Harry Potter yfir jólin!!
En best að snúa sér að dönskunni... aftur...

Engin ummæli: