Nýtt ár!!!
Ótrúlega líður tíminn!! mér finnst þetta ótrúlegt!! allt í einu er komið að síðasta degi ársins... again!!!
En jólin eru búin að vera góð og róleg. Fékk góðar gjafir, falleg kort og geggjaðan mat!! Okkur Kítöru er búið að líða alveg ágætlega.
Fór heim til Önnu Geirlaugar á laugardaginn og hitti þar Dóu vinkonu líka. Var afar gaman!! hlógum og drukkum mikið.
Á mánudaginn fórum við systur og Sylvía á Lord of the Rings.. og er hún bara frábær!!
Ég hef verið mjög róleg, ekkert djamm né partý stand - enda þekkir maður engan lengur hérna og allir fara eitthvað annað yfir áramótin. Og þar sem jólafundinum var aflýst.. ansk..helv...djö!! þá hefur ekkert verið um að vera.
Svo ég verð hérna í rólegheitunum í kvöld.
Vona að allir hafi átt ánægjuleg jól og fagni nýju ári slysalaust!!
Gleðilegt nýtt ár!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli