fimmtudagur, desember 04, 2003

Föstudagur á morgun!!
Mér finnst nú ágætt að hugsa til þess. Fer til Mývó eftir vinnu á morgun í laufabrauðsgerð. Kem heim aftur á sunnudaginn - reyni að vera snemma á ferð því það er aukatími í stærðfræði seinna um daginn - og ekki má ég við að missa af því. Svo næsta vika er undirlögð af prófum - jæks!!
Við hliðina á mér liggur Kítara í mestum makindum við að naga/eta málningarlímband....
Og viti menn - ég var að tala við Röggu vinkonu í símanum og við settum met í kjaftaski - töluðum saman í nær 1 1/2 tíma!! damn DC++ - var að kynna það fyrir henni! Kominn tími til líka - þvílíkur dásemdar heimur fullur af dóti!!
Annars er ég búin að missa af endursýningu af Sex and the City - svo ég held að ég fari bara að sofa.
By the way - ljósasería no 4 er komin upp líka!! Og Fáskrúðsfjörður fer að líta út eins og bærinn í When the Grinch stole x-mas - þvílíkur ljósafjöldi er að safnast upp hérna - fólkið hér fer hamförum í jólaseríum - jafnt utan dyra sem innan!!!

Engin ummæli: