fimmtudagur, desember 11, 2003

Vaknaði til að læra...
Þegar ég kom heim í gær eftir vinnu þá gerði ég heiðarlega tilraun til að læra undir íslenskuprófið sem er í dag. En mín litla sæta sem hafði verið ein heima frá ellefu var ekki alveg að láta sér nægja labbitúrinn áður en ég byrjaði - svo það varð ekki mikið úr lærdómi hjá mér. Svo ég vaknaði fyrir allar aldir í morgun til að læra. Því yfirleitt þá fer hún á lappir með mér, út að labba, borða og síðan sofnar hún aftur (enn ekki sofnuð) en hún er svo geðgóð á morgnana að hún lætur mig í friði.
Mér er ekki búið að ganga vel í þessum tveimur prófum sem ég er búin með. Svo ég vona að þetta gangi betur í dag. Hugsið vel til mín kl sjö í kvöld, og látið fylgja með allar upplýsingar um Laxdælu og Snorra Eddu ;)

Engin ummæli: