þriðjudagur, desember 23, 2003

Í Mývó í snjónum!!!
heheheh þar sem allir í R-vík eru í grenjandi rigningu - þá er snjór og fallegt hérna.
jamm ég kom á laugardaginn og var ok að keyra. Fór með Þórhöllu systur á Akureyri til að versla jólagjafir og svona snatta sitt hvað - nema ég - heppin like always - þá datt heimildin niður af kortinu og ég var ekki enn búin að fá nýja S24 kortið svo ég gat ekkert gert!!
Svo ég fór aftur með mömmu í gær og áttum við afar góðan dag á Akureyri. Og núna eins og flestir aðrir landsmenn - orðin skít blönk!! Merkilegt hvað þetta þarf alltaf að vera svo mikið stress og læti og peningaútgjöld!! af hverju getum við ekki haldið jól án þess að eyða miklu meira en við höfum efni á? Af hverju mega gjafir handa okkur nánustu ekki kosta bara um 1000.- ? í stað 2500-5000?? Tökum okkar familíu sem dæmi - Þórhalla kaupir gjafir handa öllum allt að kr 5000.- á haus, ok , ég kaupi gjafir allt að kr 2000.- á haus, nema þá handa mömmu og pabba sem mega fara upp að kr 4000,- (sitt hvort) þá semst reikna ég með kr 15.000,- í jólagjafir því ég hef ekki meira til að eyða - þó ég glöð vildi geta það! Og alltaf líður manni ílla yfir að geta ekki gert eins flott og stóra systir!!

En nóg um það, við Kítara erum hérna í góðu yfirlæti og Herkúles er farinn að fatta að hún sé stelpa og finnst voða góð lykt af henni... hmm kannski ég ætti ekki að láta þau mikið úr minni augsýn!!!

En þið sem hafið reynt að senda mér meil - þá er gkv@simnet.is í biðstöðu því ég er að skipta um adsl account - semst færa af Hjölla kt yfir á mína kt. þannig - á meðan notið bara valgeirsdottir@hotmail.com :D

Love ya all!!!

Engin ummæli: