fimmtudagur, desember 18, 2003

Panodil Hot..
Það eina sem kemur mér í gegnum daginn í dag... Krakkarnir eru á Íþróttadegi niðrí íþróttahöll og eru þar til þrjú - ég ákvað að koma heim, prenta út jólasögur til að lesa fyrir þau kl þrjú með kakóinu og piparkökunum, og fá mér panodil hot til að bæta heilsuna smá.. Kítara skilur ekkert í að ég skuli vera komin heim svona snemma og skilur ekki að ég er ekki að fara að leika við hana - litla greyið mitt.... Stundum finnst mér ég vera svo vond við hana.

Engin ummæli: