fimmtudagur, desember 11, 2003

Ég skil ekki tölvunotkunina í grunnskólanum..
ég er með meilið gudrun@gf.is í skólanum - þe vinnumeil. En í allan vetur þá er ekki eitt meil búið að koma - EKKI EITT- semst þau nota þetta tæki ekki sem upplýsingamiðlara í vinnunni. Eitthvað sem ég á erfitt með að venjast, ég held að þau noti svona litla tússtöflu á kaffistofunni undir tilkynningar og viðburði! sem þýðir að ég sé það aldrei þar sem ég er aldrei uppi í skóla!!
Eins og núna á víst að vera einhver jólagleði í skólanum á laugardagskv. þe fyrir starfsmenn - jólaglögg og þess háttar, ég var búin að setja X við mig, og að sjálfsögðu X við jólaglögg. Ég hefði sennilegast ekki merkt við neitt ef ég hefði ekki óvart álpast upp í skóla þennan tiltekinn dag!

Engin ummæli: