fimmtudagur, desember 18, 2003

Litlir hlutir...
Merkilegt hvað litlir hlutir geta glatt lítil hjörtu. Ég var að pakka inn jólagjöfinni sem ég á að fara með í vinnuna á morgun og pakkaði inn Brodda - leikfanginu hennar Kítöru til að þakka henni fyrir "aðstoðina" sem hún veitti mér á meðan ég var að pakka inn alvöru jólagjöfinni. Setti Brodda í voða fínan pappír og setti svona slaufur og borða á til skreytingar, núna liggur hún svo happý með pakkann og er að rífa utan af honum - svo hamingjusöm!!!

Engin ummæli: