þriðjudagur, desember 02, 2003

Var að skríða á fætur....
Svaf og svaf og svaf. Svo er svona ringningarfjúk úti með látum og það er ekkert uppörvandi að fara á fætur í svoleiðis - við þekkjum það öll. Kítara heldur ekkert spennt yfir þessu veðri og er ekkert að biðja um að fara út. Henni fannst allt í lagi að sofa lengur - stundum held ég að hún hugsi að ég sé rugluð að fara alltaf svona snemma á fætur - vegna þess að hún skrýður alltaf aftur upp í svona um níu.
En ég er algjörlega andlaus svona nývöknuð, með kaffibollann reyndar, en það er ekkert nýtt að gerast. Ég er bara hérna.

Engin ummæli: