Skrýtin vika..
á morgun er foreldradagur og frí í skólanum - ég verð með 3 börn á morgun, kannski 4 stk!! rólegur dagur það. Á fimmtudaginn er íþróttadagur hjá yngsta stigi (aumingja börnin) frá 13-15 svo ég fæ heila 2 tíma til að gera nákvæmlega ekki neitt - og á föstudaginn þá byrja ég klukkutíma fyrr og er búin klukkutíma fyrr - þe byrja tíu og er búin fjögur, maturinn er kl ellefu og svo koma 3 stelpur úr efstu bekkjum til að sitja yfir krökkunum á meðan ég fer í hádegismat á hótelið með staffinu úr skólanum.. næs.
Dagurinn í dag var bara hinn rólegasti, föndruðum og lituðum og perluðum, tók nokkrar myndir af þeim - svaka sæt öll, merkilega róleg á myndunum (sem gefa semst villandi upplýsingar um þau)
ætla að smella nokkrum inn svo þið getið séð þær!! (linkurinn er fyrir neðan "eldri blogg" listann)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli