miðvikudagur, desember 17, 2003

Ostar og fínt fínt..
í gærkveldi fór ég yfir til Hafdísar í osta og rauðvín. Við hittumst allar sem vorum saman í skólanum að fagna próflokum. Þetta var hið ágætasta kvöld. Tók myndir og hló af sögum þeirra, en þar sem ég þekki liðið ekki mikið þá lagði ég ekki mikið til málanna, en þetta var samt mjög gaman.

Dagurinn í dag var afar rólegur. Vorum bara fimm í dag, og föndruðum og perluðum.
Snjórinn er alveg að fara aftur, guði sé lof, vonandi verður ekki hált á leiðinni til Mývó á laugardaginn. Við Kítara njótum þess að hafa smá snjó - þar er svo gaman að leika sér í snjónum - kasta snjókúlum og elta!! (ég kasta - hún eltir..)
Svo er núna bara afslappelsi framundan í kvöld - enginn lærdómur og ekki neitt.

Engin ummæli: