föstudagur, desember 12, 2003

Föstudagur að kveldi kominn..
Slapp fjögur úr vinnunni í dag, mér finnst það alltaf svo næs sérstaklega á föstu dögum þegar maður er að nýta síðustu orkubirgðirnar eftir vikuna. Er svo að fara í dönskupróf - ætla nú ekki að eyða mörgum tímum í svoleiðis vitleysu.

Og viti menn - ég var sko að hugsa um hvort ég ætti að kíkja í sveitina um helgina en ég var ekki búin að sleppa þeirri hugsun þegar byrjaði að snjóa!! hvað er með mig og veðurfar??

En annars horfi ég fram á enn eitt rólega föstudagskvöldið mitt með tíkinni og sjónvarpinu, en ég á bjór og rauðvín sem ég ætla að gæða mér á eftir prófið í rólegheitunum og fá mér eitthvað ljúft að borða.

Jóhanna, Edda, Dóa, Ragga, Vilborg og Anna Geirlaug ég sakna ykkar allra!!!

Engin ummæli: