föstudagur, nóvember 12, 2004

Bloggerbreytingar....

Það er greinilegt að sumir (taki það til sín sem vilja) eru alls ekki að nenna að gera það sem þeir eiga að vera að gera... Og það sést alltaf þegar allt í einu out of no where verða mega breytingar á bloggum þessa fólks... Kannast sjálf við það, og þegar maður sekkur ofan í template heiminn þá er manni varla viðreisnar von, því þetta er svo mikill tímaþjófur að það hálfa. Skrolla um netið og finna rétta templatið, laga svo og adda inn linkum, snurfussa og fínisera... þetta er dútl og föndur. Góð leið til að drepa tímann, gleyma sjálfum sér og öllu því sem gerist í kringum mann - einkumm góð leið til að gleyma öllu sem maður á að vera að gera en bara hreinlega hefur ekki andlega orku í að sinna.
Mér líður þannig núna. Ég ætla samt að reyna að sporna við freistingum til að breyta útliti bloggsins míns. En undanfarna daga er ég búin að vera að læra og læra og læra. Afar fátt annað kemst að í mínum haus. Og þegar ég vaknaði í morgun (eftir btw óþægilegan svefn því ég hreinlega kem mér ekki fyrir lengur) þá var ég enn jafn þreytt og í gær þegar ég lagðist til svefns. Í augnablikinu finnst mér að ég hreinlega komi ekki fleirum upplýsingum í hausinn á mér, ég stari á tölvuskjáinn, á forritið sem ég er að leika mér með, það kemur upp villa og ég bara stari tómu augnaráði á það.
Ég hins vegar byrjaði morguninn á að fara út með tíkina, fá mér svo morgunmat og grípa einn Charmed þátt í tölvunni (ok ok ekki commenta á entertainment efnið) hélt að þetta myndi aðeins koma heilabúinu af stað, en það hreinlega virkaði ekki.
Á maður að láta undan og sleppa lærdómi í þessu ástandi eða á maður að ignora sjálfan sig og reyna að halda áfram???

Engin ummæli: