þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Komin heim frá London

Ahhhh það er nú svolítið gott að komast heim aftur. Við náðum reyndar ekki að gera allt sem okkur langaði til, en það er allt í lagi og má geyma þar til næst. Miðvikudagurinn fór í búðarráp og rölt um hverfi. Hjölli fann sér AA fundi og ég fann fatabúðir á meðan. Fimmtudaginn notuðum við í að finna svo það sem við ætluðum að kaupa og dúllast. Við fórum svo á British Museum á föstudeginum. Við urðum að finna okkur auka ferðatöskur til að komast heim með allt dótið, og heppin að fá ekki á okkur yfirvigt!
Þetta var alveg yndisleg ferð í alla staði. Var rosalega gott að komast aðeins í burtu frá öllu, vera bara maður sjálfur og hafa engar áhyggjur.
Við tókum fullt og hellings af myndum. Bæði venjulegar og videomyndir þar sem við keyptum okkur digital videokameru. Þarf að grisja úr og setja vel valdar myndir á netið handa ykkur að skoða.
Það fór rosalega vel um Kítöru á hótelinu. Hún var sæl og pattaraleg, hafði ekkert horast og leit rosalega vel út. Hún sýndi umsjónarmanninum mikla vinsemd og hlýju sem þýðir að það er góður maður, og hefur verið góður við hana. Hann kallar sig líka afa gamla við hundana. Hún td heimtaði að hann myndi kasta fyrir hana frisbí. Hún var mjög hrifin af honum. Hótelið er snyrtilegt, vel útbúið, vel lyktandi, gott pláss fyrir hundana. Hann setur kröfur á bólusetningar sem er mjög gott. Og miðað við mína fékk hún nóg að borða.
Svo ég mæli með hundahótelinu á Leirum !!!

1 ummæli:

J?hanna sagði...

London, BABY!!