föstudagur, nóvember 19, 2004

Memory lane...

Ég asnaðist til að heyra eitt jólalag. Umræður um lagið Do they know it's christmas á sök á því. Og ég fattaði að ég hlustaði afar lítið á jólalög í fyrra. Meira að segja jóla cdarnir voru ekkert spilaðir í fyrra. Og ég fór að hugsa um hvernig mér leið fyrir ári síðan. Vá maður lifandi. Dagbókin var heldur óskemmtileg lesning. En samt er ég ánægð með að hafa náð að skrifa niður líðanina og hvernig dagarnir voru. Svarsýnin, þunglyndið og einmannaleikinn allsráðandi. Og ég sá það að Kítara átti stóran hlut í að ég hélt geðheilsunni. Og hvernig í fjáranum ég fór að því að ná prófunum í þessu ástandi í fyrra er mér hulin ráðgáta.
Og þegar ég les dagbókina núna þá get ég ekki annað en hugsað um hve lífið getur breyst. Hvernig hlutirnir hafa þróast, og hvernig mér líður í dag, ári seinna. Tvær ólíkar manneskjur hérna á ferðinni. Árið 2004 hefur verið mjög viðburðarríkt, og ég hefði aldrei getað ímyndað mér fyrir ári síðan að mér ætti eftir að líða svona vel eins og mér líður í dag.
Þetta er allt mjög skrýtð.

Engin ummæli: