föstudagur, nóvember 19, 2004

Gleðilegan föstudag

Og til hamingju með helgina framundan! Ákvað að fá mér kaffibolla áður en ég færi út með tíkina í dag. Það er enn allt of dimmt til að fara út fyrir bæinn í gönguferð (engir ljósastaurar þar) Er búin að opna bækur og er búin að reikna eitt dæmi í binary. Er búin að skipuleggja daginn og helgina í námið:
  • föstudagur: kaflar 1 og 2 (sagan og binary)
  • Laugardagur: Kaflar 5 og 6 (skipanasett og minni)
  • sunnudagur: kafli 7 og yfirferð á köflum 3 og 4 (er búin að fara vel yfir þá núna en þeir eru erfiðastir)

Það er kalt í dag. Vona að gallinn komist yfir kúluna. Ég tók eftir því í gær að hún er farin að stækka helmingi hraðar. Og lætin eru alltaf jafn mikil. Þetta ætlar að verða mikill orkubolti!

Engin ummæli: