Ég er enn svo ekki komin heim enn - er enn með hugann í fríinu, úti í London, dreymandi svipur og starandi augnarráð. Ég hreinlega á í miklum erfiðleikum með að koma mér aftur í lærdómsgírinn. Sit hérna fyrir framan lappann (pésinn er á sygehuset í næsta herbergi) og stari á skjáinn. Er að glíma við enskuverkefni (mundi allt í einu eftir því að ég er í ensku 503 líka) sem hefur fengið að sitja á hakanum í vetur (á fullt óklárað í þeim efnunum) Ætla að vinna í þeim á meðan pésinn er lasinn þar sem öll gögnin mín úr HR eru í pésanum. Er að reyna að stressa mig ekki um of vegna prófanna sem nálgast hratt (allt of hratt) Ég náði að afstressa mig algjörlega í fríinu, var ekkert að stressast yfir einu eða neinu hvað varðaði skólann, mjög ánægð með það hafa náð því. Enda veit ég að það er nægur tími til stefnu. Er líka búin að vera dugleg í vetur að læra.
Það var bara svo gaman úti, það var bara svo gott að ná að njóta þess að vera til.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli