Fórum í gær og náðum okkur í nýtt sjónvarp í BT. Dóluðum okkur aðeins á Egs í leiðinni, fengum okkur að borða og næs þar. Breyttum svo aðeins í stofunni til að koma stóra tækinu fyrir, keyptum 29" tæki, og sjónvarpið sjálft virkar helmingi stærra um sig en gamla 28" tækið sem við áttum. Svo auðvitað þurftum við að finna stað þar sem sjónvarpið væri öruggt á fyrir veðrum og vindum...
Skemmtilegt hvað myndin er skýr og tær í nýja sjónvarpinu. En það gamla var orðið gamalt og slitið og nota bene keypt notað og viðgert á slikk af verkstæðinu í BT fyrir mööörgum árum - þegar brotist var inn hjá okkur og öllu stolið. Ég bara lofa það gamla og blessa fyrir hve það entist vel, og ef það hefði ekki drukknað hefði það sennilegast lifað nokkur nár í viðbót!!!
Svo gómaðist músin, og reyndar voru þær tvær blessaðar. Og höfum við ekkert orðið vör við að fleiri skildu vera á vappi.
Og dagurinn í dag er búinn að vera lærdómsdagur. Svaka dugleg. Enda líka byrja prófin eftir viku, er að reyna að panica ekki um of yfir því. Forritun er fyrst og fer þessi vika í það alveg. Tölvuhögun fær að bíða þar til í vikunni á eftir, en það er vika á milli prófa. (enskan má bíða)
Svo núna ætla ég að njóta þess sem eftir er af sunnudeginum í að slaka á og hreinsa hugann frá öllu námi.
Þurfum reyndar að fara á morgun og klára pappírsvinnuútfyllingardæmi vegna fæðingarorlofsins. Er ekki alveg að fatta þetta, en það kemur í ljós. Ætlum í leiðinni að kíkja í Byko svo Hjölli geti náð í meira parkett til að leggja á eldhúsið. Svo næstu vikur verða annasamar. Hjá okkur báðum reyndar. Því nú styttist í allt, styttist í desembermánuð, og þá fer að styttast í að við færum okkur um set (tímabundið) til A-eyrar til að bíða eftir stóra deginum. Óg ég stækka og stækka bara þessa dagana.
Ég vildi helst geta bara beðið hér, heima hjá mér, þar sem mér líður best, með minn lazy-boy og mínar tölvur og mitt net, mitt sjónvarp og mína kaffikönnu og mitt rúm.
En ég bara þori ekki að eiga það á hættu að bumbulíus ákveði að nú sé tími kominn á að kíkja á umheiminn í miðjum snjóstormi, eða asahláku. Hef ekki mikinn áhuga á að fæða barnið mitt á miðjum fjallvegi í sjúkrabíl í brjáluðu veðri. Nóg stressuð fyrir fæðingunni nú þegar. (vil hafa mömmu á sama landsfjórðungi líka)
Jæja nóg komið af bulli í dag. Njótið kvöldsins dúllurnar mínar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli