munið þið mínir dyggu lesendur eftir færslu sem ég skrifaði um manneskju á mínum aldri sem hafði verið að baktala okkur en brosti alltaf svo afskaplega næs og var alltaf svo næs þegar maður talaði við hana? Jæja - haldiði ekki að sú sama sé að væla á sínu bloggi yfir kjaftaskjóðum og baknagi!!! Ég man hvað ég varð ofboðslega sár í sumar þegar ég heyrði hvað hún var að láta út úr sér varðandi okkur, svo kannski hlakkar aðeins í mér yfir þessu, bara vegna þess að ég vona að hún læri af reynslunni!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli