mánudagur, nóvember 22, 2004

Prófin búin !!!

Jamm þá er því lokið í bili. Gekk ágætlega í dag, svo ég kvarta ekki. Einkunnir segja svo til um gengið. En ég má búast við þeim 6. desember.
Núna ætla ég að slaka á og fara að einbeita mér að því að vera barnshafandi, og njóta þess. Mér finnst ég geta horft á kúluna stækka núna dag frá degi, og ég finn líka áhrifin sem það hefur á mig. Finn ég hef ekki sama úthaldið og venjulega, og verð að sætta mig við það, enda er ekki langt eftir.
Við Kítara fórum í góða göngu í morgun, hittum Hafdísi og Jeltsín. Kítara ekkert smá happý yfir að hitta félaga sinn loksins.
Á leiðinni heim úr prófinu ákvað ég að dekra við mig og pantaði mér tíma í klippingu á morgun. Nei ég ætla ekki að klippa stutt - heldur bara gera eitthvað til að lífga upp á það, aðeins að breyta til.
Nú er tími til að láta undan spennufallinu sem fylgir því að ljúka prófum, og ætla að slaka á það sem eftir er kvölds.

Engin ummæli: