Það er ekki mikið í gangi hjá mér þessa dagana annað en próflestur. Mán, þri og í dag hef ég vaknað, út með hundinn svo sest yfir lærdóm. Er í þessu að fara að ráðast á gamalt próf til að spreyta mig á og athuga hvar ég stend og hvar veikleikarnir liggja. Lausn þessa prófs kemur svo inn á innra net háskólans síðar í vikunni (samkv. kennara) Hann sagði að það væri besta leiðin til að undirbúa sig undir C++ prófið. Annars hef ég verið að æfa mig í að búa til bull forrit og alls kyns rugl og fá það til að virka. Mér finnst það geggjað gaman actually.... me weird kannski, kannski ekki, dunno.
Heavy rok í gær, snjór í dag, bleyta og rigning, slapp.
Enn og aftur reyni ekki að stressast yfir þessum blessuðu prófum, en maður gerir bara sitt besta, og vonar að það sé nógu gott til að ná þeim með ágætis útkomu.
Wish me luck.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli