mánudagur, nóvember 29, 2004

Róleg helgi

sem kemur kannski ekkert á óvart. Svaf mikið í lazy boy, horfði á fullt af myndum og þáttum - sem ég hef fengið "að láni". Fórum til Stöðvarfjarðar á laugardaginn - tilgangur að kíkja á jólabasar. Það var frekar fátæklegt á að líta, og við snillingarnir sem erum enn með höfuðborgarþjónustu í huga greinilega - héldum að það væri nú örugglega hraðbanki á Stöðvarfirði, en neibb, ekkert svoleiðis. Það hefði nú átt að glóa aðeins meira á perunni minni þar sem Fáskrúðsfirðingar fengu ekki fyrst hraðbanka nema snemma á þessu ári... En það er þó ekki búið að taka af okkur búðina eða sjoppuna!! Það var hvergi hægt að versla svo maður gæti fengið til baka af debeti! (þeir eru þó með bensín sjálfsala - en maður unir þeim það þar sem þeir eru ekki með neina aðra þjónustu)
En nú er ný vika tekin við og fyrsti sunnudagur í aðventu var í gær. Bærinn ljómaði upp í gær, og ætla ég að setja seríur í gluggana hjá mér í dag. Þá get ég notið þeirra aðeins áður en við förum á morgun í Mývó.

1 ummæli:

Dóa sagði...

Hvernig er þetta eiginlega - alveg hætt að blogga??
Ekki nóg með að ég þurfi þessa dagana að drekka fyrsta kaffibollann á morgnanna ein... heldur ertu bara hætt að blogga líka! Ma'r fær bara fráhvarfseinkenni!!

Nei nei bull og vitleysa, hafðu það gott mín kæra og passaðu litla bumbubúann vel. knús og kossar.