Hæ hæ - ég hef lítið annað gert undanfarna daga eftir að ég kláraði prófin en að liggja með kúluna upp í loftið í lazy-boy.
Það er búið að snjóa, hlýna, rigna og ekkert afgerandi göngufæri fyrir óléttar konur. Reyndar náði ég mér í brodda undir skóna í gær, og gat aðeins labbað í morgun, en annars hef ég bara stoppað bílinn, staðið í sömu sporum og kastað frisbí.
Mæðraskoðunin í gær gekk vel og allt í gúddi á þeim endanum. Þegar átti að hlusta á hjartsláttinn þá voru sumir greinilega fúlir yfir að hafa verið vaktir af værum blundi með öllu potinu, því um leið og hún fann hjartsláttinn þá snéri bumbulíus sér undan, og hún þurfti að elta hann með hlustunartækinu. Hmm hvort skapgerðareinkennin komi fram svona snemma hef ég ekki hugmynd um.... En það er allavega líf og fjör þarna í góðu yfirlæti (miðað við hvað þetta stækkar þessa dagana).
Það er föstudagur í dag. Og ég er farin að stressa mig á hlutum sem við eigum eftri að gera áður en við förum til A-eyrar. En í næstu viku verður það Mývó til 6. des og svo er áætlað að færast um set (tímabundið fram yfir fæðingu/áramót) til A-eyrar. Og ég er að stressa mig á þvottahúsið er ekki tilbúið, og mér finnst svo margt sem þarf að gera, en svo er það bara þvottahúsið sem er ekki tilbúið. Ég held að þetta stress í mér stafi líka af því að ég get ekkert gert sjálf og finnst það óþægilegt. Svo ég mikla þetta soldið fyrir mér. Ef ég fengi einhverju ráðið þá væri ég þessa dagana með kústa og sópa um allt hús að þrífa breyta og bæta. Skil þetta ekki!! Er alls ekki svona vanalega - gæti verið vegna þess að ég má ekki gera þetta núna.
En allaveganna - þá er líðanin góð, er í góðu yfirlæti sjálf, hef sko ekki undan neinu að kvarta, liggur við að ég sé borin um á bómull.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli