mánudagur, nóvember 15, 2004

Læt fara vel um mig

í lazy-boy og horfi á Stargate SG-1. Ég einhvern veginn kem mér engann veginn fyrir neinstaðar annarsstaðar en í þessum ágæta stól mínum. Rúmið mitt er þægilegt og gott, en ég vakna alltaf þegar ég þarf að skipta um hlið (get ekki sofið á bakinu lengur) því það er orðið svo mikil fyrirhöfn. En í lazy-boy þá þarf ég ekki að snúa mér eða bylta. Þægilegt. Versta við að vera vakandi enn er að ég er orðin svöng aftur, er miklu oftar svangari undanfarið... hef heyrt að það fylgi víst, but correct me if I'm wrong please!
Jamm fórum til Eskifjarðar í dag. Hef ég sagt ykkur hve mikið ég hata að keyra í svona hálku og veseni. En þá er bara að aka rólega, "eins og manneskja" eins og pabbi kallar það. Já og tannsi þurfti að sauma Hjölla í þetta skiptið - vona nú að þetta fari að skána hjá honum.
Allir kennarar hérna hafa sagt upp störfum - það er semst ekki 15% eða 30% starfsmanna hér í skóla heldur 100% uppsagnir. Hvar endar þetta??
En allavega - Stargate bíður mín, ætla að láta fara vel um mig og njóta þáttarins.
Góða nótt dúllurnar mínar.

Engin ummæli: